Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Maðurinn hefur setið í fangelsi í Tirana, höfuðborg Albaníu, í …
Maðurinn hefur setið í fangelsi í Tirana, höfuðborg Albaníu, í fjóra mánuði. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Að því loknu hefur hann rétt til áfrýjunar.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið og ræðismaður Íslands í Al­b­an­íu vinna að mál­inu. 

Maðurinn var handtekinn í lok september og hefur því setið inni í fjóra mánuði. Fjölskylda hans hefur heimsótt hann reglulega í hverjum mánuði eða eins oft og reglur fangelsisins leyfa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert