Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Margir velta fyrir sér ábyrgð samfélagsmiðla á dreifingu efnis eftir ...
Margir velta fyrir sér ábyrgð samfélagsmiðla á dreifingu efnis eftir að tvö mál er snúa að stafrænu kynferðisofbeldi komu upp. AFP

Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi.

Tvö mál er snúast um stafrænt kynferðisofbeldi hafa vakið athygli að undanförnu. Í Danmörku hafa 1.004 ungmenni verið ákærð fyrir að hafa deilt kynlífsmyndbandi af 15 ára krökkum í gegnum Facebook Messenger. Á Norður-Írlandi fór 14 ára stúlka í mál við Facebook eftir að maður birti nektarmynd af henni á svokallaðri „skammar“-síðu.

Í báðum tilvikum hefur Facebook sýnt að miðillinn hefur stjórn á efni sem þar birtist. Því vakna spurningar um hvort hægt sé að lögsækja Facebook vegna óviðurkvæmilegra myndbirtinga. María Rún telur að bæði þessi mál eigi sér mikilvægan samnefnara og að ekki sé endilega hægt að líta svo á að þetta eigi við öll mál.

Flokkað sem barnaklám

„Lykilatriðið í þessum tveimur málum er að þarna er um myndir af börnum að ræða. Þetta er flokkað sem barnaklám og löggjöfin í öllum ríkjum er miklu stífari þegar um slíkt er að ræða. Nektarmyndir af börnum undir 15 ára flokkast sem barnaníð. Ef þessi mál hefðu varðað fullorðna einstaklinga þá hefðu þau ekki endilega farið svona.“

María segir að af fréttaflutningi frá Danmörku að dæma virðist sem Facebook hafi látið lögregluna vita að verið væri að dreifa þessu efni á Messenger-forriti miðilsins.

„Sem er athyglisvert því það sýnir að fylgst er með innihaldinu. Þeir eru að fylgjast með því hvort verið sé að brjóta þeirra reglur. Það gilda sömu reglur um Facebook og Messenger en aðeins aðrar reglur um Whatsapp og Instagram. Þetta kemur almennum notendum við. Ef þú ert að dreifa einhverju ólöglegu máttu vita að Facebook er á vaktinni. Þetta er merki um það að miðillinn er vakandi fyrir því hvort það eigi sér stað lögbrot í gegnum hann eða ekki.“

María segir að málið á Norður-Írlandi sé öðruvísi, það hafi verið einkamál sem samið var um áður en það fór fyrir dóm. Því sé ekki hægt að vita nákvæmlega hvað lá til grundvallar niðurstöðunni.

„Dreifing þessarar myndar er í andstöðu við reglur Facebook. Þar er kerfi sem virkar þannig að ef mynd er hlaðið inn og einhver tilkynnir að hún sé barnaklám og hún er í kjölfarið merkt sem slík, þá eigi ekki að vera hægt að hlaða viðkomandi mynd aftur inn á Facebook. En í þessu tilviki var það hægt.

Það er kannski ekki hægt að draga víðtæka niðurstöðu af þessu máli en það er hins vegar áhugavert hvort samfélagsmiðlar verði látnir sæta ábyrgð á efni sem aðrir einstaklingar hlaða inn á þá. Hugmyndafræðin á bakvið þá hefur grundvallast á því að miðillinn beri ekki ábyrgð á því sem þriðji aðili setur upp.“

Innlent »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurrt víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...