Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Margir velta fyrir sér ábyrgð samfélagsmiðla á dreifingu efnis eftir ...
Margir velta fyrir sér ábyrgð samfélagsmiðla á dreifingu efnis eftir að tvö mál er snúa að stafrænu kynferðisofbeldi komu upp. AFP

Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði við háskólann í Sussex á Bretlandi.

Tvö mál er snúast um stafrænt kynferðisofbeldi hafa vakið athygli að undanförnu. Í Danmörku hafa 1.004 ungmenni verið ákærð fyrir að hafa deilt kynlífsmyndbandi af 15 ára krökkum í gegnum Facebook Messenger. Á Norður-Írlandi fór 14 ára stúlka í mál við Facebook eftir að maður birti nektarmynd af henni á svokallaðri „skammar“-síðu.

Í báðum tilvikum hefur Facebook sýnt að miðillinn hefur stjórn á efni sem þar birtist. Því vakna spurningar um hvort hægt sé að lögsækja Facebook vegna óviðurkvæmilegra myndbirtinga. María Rún telur að bæði þessi mál eigi sér mikilvægan samnefnara og að ekki sé endilega hægt að líta svo á að þetta eigi við öll mál.

Flokkað sem barnaklám

„Lykilatriðið í þessum tveimur málum er að þarna er um myndir af börnum að ræða. Þetta er flokkað sem barnaklám og löggjöfin í öllum ríkjum er miklu stífari þegar um slíkt er að ræða. Nektarmyndir af börnum undir 15 ára flokkast sem barnaníð. Ef þessi mál hefðu varðað fullorðna einstaklinga þá hefðu þau ekki endilega farið svona.“

María segir að af fréttaflutningi frá Danmörku að dæma virðist sem Facebook hafi látið lögregluna vita að verið væri að dreifa þessu efni á Messenger-forriti miðilsins.

„Sem er athyglisvert því það sýnir að fylgst er með innihaldinu. Þeir eru að fylgjast með því hvort verið sé að brjóta þeirra reglur. Það gilda sömu reglur um Facebook og Messenger en aðeins aðrar reglur um Whatsapp og Instagram. Þetta kemur almennum notendum við. Ef þú ert að dreifa einhverju ólöglegu máttu vita að Facebook er á vaktinni. Þetta er merki um það að miðillinn er vakandi fyrir því hvort það eigi sér stað lögbrot í gegnum hann eða ekki.“

María segir að málið á Norður-Írlandi sé öðruvísi, það hafi verið einkamál sem samið var um áður en það fór fyrir dóm. Því sé ekki hægt að vita nákvæmlega hvað lá til grundvallar niðurstöðunni.

„Dreifing þessarar myndar er í andstöðu við reglur Facebook. Þar er kerfi sem virkar þannig að ef mynd er hlaðið inn og einhver tilkynnir að hún sé barnaklám og hún er í kjölfarið merkt sem slík, þá eigi ekki að vera hægt að hlaða viðkomandi mynd aftur inn á Facebook. En í þessu tilviki var það hægt.

Það er kannski ekki hægt að draga víðtæka niðurstöðu af þessu máli en það er hins vegar áhugavert hvort samfélagsmiðlar verði látnir sæta ábyrgð á efni sem aðrir einstaklingar hlaða inn á þá. Hugmyndafræðin á bakvið þá hefur grundvallast á því að miðillinn beri ekki ábyrgð á því sem þriðji aðili setur upp.“

Innlent »

Var í ljósum logum er slökkvilið kom

08:35 Miklar skemmdir urðu á pökkunarhúsi sem eldur kom upp í að Reykjaflöt á Flúðum í gærkvöldi. Þetta segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu. Pökkunarstöðin var í ljósum logum er slökkvilið kom á vettvang. Tildrög eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Meira »

Kraftaverk eftir maraþon

08:18 „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“ Meira »

„Túristavörtur“ valda jarðvegsrofi

07:57 „Sumir kalla þetta túristavörtur, það segir nú sitt. Ein varða kallar á fleiri vörður,“ segir Árni Tryggvason leiðsögumaður.  Meira »

Einstæðir foreldrar ekki í forgang

07:37 Börn einstæðra foreldra njóta ekki forgangs við vistun á frístundaheimili. Þetta segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Kólnandi veður í kortunum

06:36 Útlit er fyrir kólnandi veður á föstudag en í dag verður hlýjast suðvestan til. Hlýtt verður í veðri sunnanlands á morgun í norðanátt og er talið að hitinn nái allt að átján gráðum þar sem hlýjast verður. Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en þar kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman-golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 9500.kr. uppl.8691204....
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Max
...