Innviðir að þolmörkum

Farþegametin í fluginu falla nú ár hvert á Keflavíkurflugvelli.
Farþegametin í fluginu falla nú ár hvert á Keflavíkurflugvelli. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir farið að bera á óánægju meðal flugafgreiðslufyrirtækja. Ástæðan er að hægt gengur að finna lausnir á húsnæðisvanda sveitarfélagsins.

„Stórir verktakar eru að leita að stað fyrir vinnubúðir fyrir hundruð erlendra verkamanna á suðvesturhorninu. Þetta er stórmál sem við erum því miður ekki búin að leysa,“ segir Kjartan Már.

Hann segir sveitarfélagið naumlega ráða við gríðarlega fjölgun íbúa. Mikið reyni á innviðina. Ríkið þurfi að leggja fram meira fé, m.a. vegna nýrra erlendra ríkisborgara. Skólarnir eru undir miklu álagi.

Samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar var 2,9% atvinnuleysi suður með sjó í desember. Framundan er stækkun Keflavíkurflugvallar og mikil uppbygging í kringum völlinn. Flugstöðin er orðin of lítil.

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, segir stefnt að því að hefja úthlutun lóða í lok ársins. Bæði sé flugvöllurinn orðinn of lítill og þjónustufyrirtækin búin að sprengja af sér húsnæðið. Erfitt sé orðið að finna húsnæði í kringum völlinn.

650 í vinnu hjá AA

Þórey Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Airport Associates (AA), segir húsnæðisskort hafa takmarkað þann fjölda erlendra starfsmanna sem fyrirtækið getur tekið á móti erlendis frá. Áætlað sé að 650 manns muni starfa hjá fyrirtækinu á vellinum í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »