Tvær líkamsárásir í nótt

Lögreglan handtók tvo vegna líkamsárása í nótt.
Lögreglan handtók tvo vegna líkamsárása í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Þá var maður handtekinn á hóteli í Vesturbænum, en hann er grunaður um að hafa stolið vörum af veitingastað hótelsins. Verður hann yfirheyrður í dag vegna málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einnig níu manns vegna ölvunar eða fíkniefnaaksturs í nótt. Allt í allt komu upp rétt rúmlega 40 mál hjá embættinu, en samkvæmt dagbókinni þykir það ekki mikið um helgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert