49 greind með RS-veirusýkingu

Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu um inflúensusmit á vef Embættis landlæknis á föstudag.

Veiran hefur verið staðfest hjá öðrum aldurshópum, einkum meðal aldraðra, sem ásamt ungbörnum eru þekktur áhættuhópur. Á sl. fjórum vikum hafa samtals 22 einstaklingar greinst með human metapneumóveiru sem getur valdið svipuðum einkennum og RS-veirusýking gerir hjá börnum.

Heildarfjöldi þeirra sem greindust með inflúensu í vikunni 7.-14. janúar var svipaður og í vikunni á undan en nokkur breyting var á hlutfalli inflúensu A- og B-greininga. Fleiri greindust með inflúensu B en samtímis dró úr fjölda þeirra sem greindust með inflúensu A.

Við nánari skoðun á inflúensu af völdum A-veirustofna sést að sjö greindust með inflúensu A(H3) en fimm einstaklingar með inflúensu A(H1)pdm09. Borið saman við inflúensugreiningar vikuna á undan (1. viku 2018) sést að færri greinast með A(H3) en aukning er á A(H1)pdm09.

Þessi þróun er í samræmi við stöðuna á meginlandi Evrópu en þar er inflúensa B algengasta greiningin og fleiri greinast með inflúensu A(H1)pdm09 en A(H3). Hér á landi greinist inflúensan oftast hjá öldruðum því 18 af alls 32 einstaklingum voru 65 ára eða eldri, en stöku börn og fólk á öðrum aldri greinast einnig með inflúensu.

Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er töluvert álag á Landspítala vegna öndunarfærasýkinga, en þeir sem leggjast inn með inflúensu eru aðallega einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir. RSV-veiran virðist einnig breiðast út og greinist oftast hjá ungum börnum og öldruðum einstaklingum.

RS-veira er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarveg. Sýkingin veldur kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun sérstaklega hjá mjög ungum börnum. Þetta er algengur sjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa en getur lagst þungt á fyrirbura og ung börn innan sex mánaða.

Veiran er svo algeng að flest börn innan tveggja ára aldurs hafa sýkst af henni. Faraldrar af völdum RS-veirunnar eru árvissir, þeir koma að vetrarlagi og standa venjulega í 2–3 mánuði. Árlega er komið með um 20% barna undir eins árs til læknis vegna bráðrar RS-veirusýkingar. Af þeim má reikna með að 2–3% gætu þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda.

Bæði fullorðnir og börn geta fengið sýkinguna aftur í nýjum faröldrum þar sem veiran veldur ekki langtíma ónæmi.

RS-veiran smitast einkum með beinni snertingu milli einstaklinga en getur einnig smitast með úðasmiti við hósta eða hnerra. Veiran getur lifað í nokkrar klukkustundir á leikföngum eða á borðplötu og getur smitast þannig og borist í líkamann í gegnum nef, munn og augu.

Sýktur einstaklingur er mest smitandi fyrstu dagana eftir að hann veikist en getur haldið áfram að vera smitandi í nokkrar vikur á eftir. Einkenni sjúkdómsins koma fram fjórum til sex dögum eftir að smit hefur orðið.

Sýkingar af völdum RS-veirunnar geta orðið mjög alvarlegar, sérstaklega hjá fyrirburum, ungbörnum og börnum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma. Einkenni sjúkdómsins geta verið öndunarerfiðleikar vegna lungna- eða berkjubólgu, hár hiti, mikill hósti, hvæsandi öndun, nefstífla, hröð erfið öndun, blámi á húð vegna skorts á nægu súrefni og oft fylgir eyrnabólga. Sjúklingar sem veikjast alvarlega af völdum RS-veirunnar geta þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Sýkingin nær yfirleitt hámarki á 3–5 dögum og að mestu gengin yfir á einni viku. Flest börn jafna sig að fullu en sum þeirra fá astmaeinkenni fram eftir aldri samfara kvefsýkingum.

Hjá fullorðnum og eldri börnum eru einkenni oftast mild og líkjast vægri kvefpest, þ.e. með nefrennsli, þurrum hósta, hitavellu, særindum í hálsi og vægum höfuðverk.

Veiran getur einnig valdið alvarlegum einkennum hjá eldra fólki, og einstaklingum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóm eða hjá þeim sem eru með bælt ónæmiskerfi.

Greining byggist fyrst og fremst á sjúkdómseinkennum, sjúkrasögu og læknisskoðun en einnig er hægt að greina veiruna í slími frá nefkoki.

Meðferðin byggist einkum á stuðningsmeðferð, vegna þeirra einkenna sem barnið er með, s.s. vökva- og súrefnisgjöf. Astmalyf geta minnkað öndunarerfiðleika hjá ungum börnum.

Væg einkenni sjúkdómsins krefjast engrar sérstakrar meðhöndlunar. Flest börn jafna sig að fullu.

mbl.is

Innlent »

Biðu í á fjórðu klukkustund

22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:32 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...