49 greind með RS-veirusýkingu

Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu um inflúensusmit á vef Embættis landlæknis á föstudag.

Veiran hefur verið staðfest hjá öðrum aldurshópum, einkum meðal aldraðra, sem ásamt ungbörnum eru þekktur áhættuhópur. Á sl. fjórum vikum hafa samtals 22 einstaklingar greinst með human metapneumóveiru sem getur valdið svipuðum einkennum og RS-veirusýking gerir hjá börnum.

Heildarfjöldi þeirra sem greindust með inflúensu í vikunni 7.-14. janúar var svipaður og í vikunni á undan en nokkur breyting var á hlutfalli inflúensu A- og B-greininga. Fleiri greindust með inflúensu B en samtímis dró úr fjölda þeirra sem greindust með inflúensu A.

Við nánari skoðun á inflúensu af völdum A-veirustofna sést að sjö greindust með inflúensu A(H3) en fimm einstaklingar með inflúensu A(H1)pdm09. Borið saman við inflúensugreiningar vikuna á undan (1. viku 2018) sést að færri greinast með A(H3) en aukning er á A(H1)pdm09.

Þessi þróun er í samræmi við stöðuna á meginlandi Evrópu en þar er inflúensa B algengasta greiningin og fleiri greinast með inflúensu A(H1)pdm09 en A(H3). Hér á landi greinist inflúensan oftast hjá öldruðum því 18 af alls 32 einstaklingum voru 65 ára eða eldri, en stöku börn og fólk á öðrum aldri greinast einnig með inflúensu.

Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er töluvert álag á Landspítala vegna öndunarfærasýkinga, en þeir sem leggjast inn með inflúensu eru aðallega einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma eða aldraðir. RSV-veiran virðist einnig breiðast út og greinist oftast hjá ungum börnum og öldruðum einstaklingum.

RS-veira er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarveg. Sýkingin veldur kvefi og oft bólgu og þrengingum í smáum berkjum lungnanna með öndunarerfiðleikum og hvæsandi öndun sérstaklega hjá mjög ungum börnum. Þetta er algengur sjúkdómur sem leggst á alla aldurshópa en getur lagst þungt á fyrirbura og ung börn innan sex mánaða.

Veiran er svo algeng að flest börn innan tveggja ára aldurs hafa sýkst af henni. Faraldrar af völdum RS-veirunnar eru árvissir, þeir koma að vetrarlagi og standa venjulega í 2–3 mánuði. Árlega er komið með um 20% barna undir eins árs til læknis vegna bráðrar RS-veirusýkingar. Af þeim má reikna með að 2–3% gætu þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda.

Bæði fullorðnir og börn geta fengið sýkinguna aftur í nýjum faröldrum þar sem veiran veldur ekki langtíma ónæmi.

RS-veiran smitast einkum með beinni snertingu milli einstaklinga en getur einnig smitast með úðasmiti við hósta eða hnerra. Veiran getur lifað í nokkrar klukkustundir á leikföngum eða á borðplötu og getur smitast þannig og borist í líkamann í gegnum nef, munn og augu.

Sýktur einstaklingur er mest smitandi fyrstu dagana eftir að hann veikist en getur haldið áfram að vera smitandi í nokkrar vikur á eftir. Einkenni sjúkdómsins koma fram fjórum til sex dögum eftir að smit hefur orðið.

Sýkingar af völdum RS-veirunnar geta orðið mjög alvarlegar, sérstaklega hjá fyrirburum, ungbörnum og börnum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma. Einkenni sjúkdómsins geta verið öndunarerfiðleikar vegna lungna- eða berkjubólgu, hár hiti, mikill hósti, hvæsandi öndun, nefstífla, hröð erfið öndun, blámi á húð vegna skorts á nægu súrefni og oft fylgir eyrnabólga. Sjúklingar sem veikjast alvarlega af völdum RS-veirunnar geta þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Sýkingin nær yfirleitt hámarki á 3–5 dögum og að mestu gengin yfir á einni viku. Flest börn jafna sig að fullu en sum þeirra fá astmaeinkenni fram eftir aldri samfara kvefsýkingum.

Hjá fullorðnum og eldri börnum eru einkenni oftast mild og líkjast vægri kvefpest, þ.e. með nefrennsli, þurrum hósta, hitavellu, særindum í hálsi og vægum höfuðverk.

Veiran getur einnig valdið alvarlegum einkennum hjá eldra fólki, og einstaklingum með undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóm eða hjá þeim sem eru með bælt ónæmiskerfi.

Greining byggist fyrst og fremst á sjúkdómseinkennum, sjúkrasögu og læknisskoðun en einnig er hægt að greina veiruna í slími frá nefkoki.

Meðferðin byggist einkum á stuðningsmeðferð, vegna þeirra einkenna sem barnið er með, s.s. vökva- og súrefnisgjöf. Astmalyf geta minnkað öndunarerfiðleika hjá ungum börnum.

Væg einkenni sjúkdómsins krefjast engrar sérstakrar meðhöndlunar. Flest börn jafna sig að fullu.

mbl.is

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...