Nafn Rúriks misnotað

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur með þýska félaginu Sandhausen …
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur með þýska félaginu Sandhausen en þangað kemur hann frá Nürnberg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder.

„Um helgina var athygli mín vakin á því að búið var að stofna falska Snapchat og Tinder reikninga í mínu nafni. 

Við framkvæmd brotanna voru ljósmyndir af Instagram svæðinu mínu teknar ófrjálsri hendi og þannig látið líta út fyrir að ég væri notandi þessara reikninga. 

Hér er um alvarleg brot að ræða á friðhelgi einkalífs míns og annarra. Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert,“ segir í yfirlýsingu frá Rúrik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert