Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

Ólafur Júlíusson frá Krónunni, Karl Andersen og Vilmundur Guðnason frá …
Ólafur Júlíusson frá Krónunni, Karl Andersen og Vilmundur Guðnason frá Hjartavernd og Jóhannes Ásbjörnsson frá Hamborgarafabrikkunni. Ljósmynd/Aðsend

Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.

Fram kemur í tilkynningu, að í tilefni af Landssöfnun Hjartaverndar – Heilbrigt hjarta á nýrri öld – hafi verið ákveðið að endurvekja söfnun Hamborgarafabrikkunnar frá 2010 en í þetta sinn fékk Hamborgarafabrikkan Krónuna í lið með sér.

Krónan lét 100 kr. af hverri seldri Fabrikkuvöru í verslunum sínum renna til söfnunarinnar og Hamborgarafabrikkan 400 kr. af hverjum seldum Herra Rokk hamborgara.

„Stuðningur sem þessi er ómetanlegur í baráttu okkar í að finna fólk með einkennalausan æðasjúkdóm og hafa tækifæri til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðinar hans,“ segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar í tilkynningunni.

mbl.is