Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

Ólafur Júlíusson frá Krónunni, Karl Andersen og Vilmundur Guðnason frá ...
Ólafur Júlíusson frá Krónunni, Karl Andersen og Vilmundur Guðnason frá Hjartavernd og Jóhannes Ásbjörnsson frá Hamborgarafabrikkunni. Ljósmynd/Aðsend

Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.

Fram kemur í tilkynningu, að í tilefni af Landssöfnun Hjartaverndar – Heilbrigt hjarta á nýrri öld – hafi verið ákveðið að endurvekja söfnun Hamborgarafabrikkunnar frá 2010 en í þetta sinn fékk Hamborgarafabrikkan Krónuna í lið með sér.

Krónan lét 100 kr. af hverri seldri Fabrikkuvöru í verslunum sínum renna til söfnunarinnar og Hamborgarafabrikkan 400 kr. af hverjum seldum Herra Rokk hamborgara.

„Stuðningur sem þessi er ómetanlegur í baráttu okkar í að finna fólk með einkennalausan æðasjúkdóm og hafa tækifæri til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðinar hans,“ segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar í tilkynningunni.

mbl.is