„Aðalatriðið að við ætlum að vanda okkur“ 

Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á ...
Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á Húsavík í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi á Fosshóteli á Húsavík í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera.

Sorgarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík hefur ítrekað verið í fréttum en forstjóri PCC á Bakka sagði alls ekki neitt samasemmerki á milli verkefnisins á Bakka og þess suður með sjó. Tæknin í verksmiðjunni á Bakka væri sú besta sem völ væri á.

Besta mögulega tækni

„Allir sem fylgjast með fréttum vita að eitthvað mikið fór úrskeiðis í Helguvík en það er ekki jafnaðarmerki á milli þessara verkefna. Við erum með bestu tækni sem er möguleg til að lágmarka umhverfisáhrif og munum ekki setja í gang fyrr en við verðum sannfærð um að öll tækni og öll tæki séu farin að virka. Þess vegna getum við ekki gefið upp nákvæma  dagsetningu, en stefnt er að því að gangsetja fyrri ofn verksmiðjunnar seinni hluta febrúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon, á fjölmennum fundi á Húsavík síðdegis. „Við höfum notið mikils trausts í nærsamfélaginu og viljum ekki bregðast því trausti. Aðalatriðið er að við ætlum að vanda okkur,“ sagði Hafsteinn. Síðari ofninn verður væntanlega gangsettur í apríl.

Stjórnendur kísilsversins á Bakka kynntu framleiðslu- og gangsetningarferli, auk þess sem farið var yfir ýmislegt varðandi öryggis- og umhverfismál. Þeir svöruðu síðan spurningum áhugasamra fundargesta, m.a. um mögulega mengun og hvernig yrði staðið að urðun, og lofuðu að upplýsingagjöf yrði alltaf mikil. 

Hugsanlega lykt til Húsavíkur

Fram kom að fyrstu vikuna, eftir að verksmiðjan verður ræst, mundi nokkur reykur verða sýnilegur. Gangsetningin hefst með forhitun ofna, þá losnar mikill raki úr fóðringu ofnsins sem myndi eyðileggja síupoka í reykhreinsvirkinu og útblæstri er því hleypt út um neyðarskorsteina í upphafi. Miðað við áætlanir ætti allt að vera komið í eðlilegt horf á áttunda degi.

Lykt berst mögulega til Húsavíkur í norðanátt, að sögn talsmanna fyrirtækisins, en ætti þó ekki að valda vandræðum. Teitur Guðmundsson, trúnaðarlæknir fyrirtækisins, sagði að mögulega gæti fólk með undirliggjandi sjúkdóma, til dæmis astma, fundið fyrir óþægindum en hann teldi þó ekki miklar líkur á því.

Verksmiðjan skilur eftir sig umhverfisspor, eins og aðrar slíkar, en mengunarvarnir verða þær bestu sem völ er á, að sögn talsmanna PCC BakkiSilocon. Erlingur E. Jónasson öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri, nefndi að Íslendingar væru stórnotendur á kísli, enda efnið notað í fjölda hversdagslegra hluta. „Við getum því verið glöð þegar kísill er framleiddur hér á landi. Þegar framleitt er með raforku, eins og hér, er losunin á koltvísýringi um 5 tonn á hvert framleitt tonn af sílikoni, en þegar rafmagnið er framleitt með kolum er losunin um 16 tonn.“

Hvers vegna eru notuð kol?

Í fréttum hefur töluvert verið fjallað um það síðustu misseri að fyrirtækið muni flytja töluvert til landsins af kolum. Áréttað var á fundinum að kolin yrðu ekki notuð til þess að  framleiða rafmagn - það væri beinlínis fráleitt að láta sér detta slíkt í hug. Kolin væru hins vegar nauðsynleg hér, sem i öðrum sambærilegum verksmiðjum, til þess að nauðsynleg efnahvörf ættu sér stað í framleiðsluferlinu.

„Við erum ekki ónæm“

Forstjórinn sagði það ekki skipta starfsmenn fyrirtækisins minna máli en aðra að allt væri eins og það ætti að vera í verksmiðjunni, til dæmis mengunarvarnir. „Hér er starfsemin en hér er líka okkar heimili og barnanna okkar. Við erum ekki ónæmari fyrir því sem kemur frá verksmiðjunni okkar en aðrir íbúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson forstjóri.

Góður rómur var gerður að málflutningi fulltrúa fyrirtækisins og ef marka má fundinn eru íbúar afar jákvæðar í garð verksmiðjunnar á Bakka.

mbl.is

Innlent »

Lá fastur undir stálbitanum

10:49 Maðurinn sem slasaðist í gær við að fá stálbita ofan á sig er töluvert slasaður á sjúkrahúsi. Hann var við störf á vélaverkstæði í Tungunum í Árnessýslu er 500 kg stálbiti valt ofan á hann. Meira »

Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl

10:09 Þótt dómstólar hafi ekki dæmt ríkið til að greiða útgerðum skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfðuðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Meira »

Berjast fyrir rétti barnsins síns

10:00 Ingveldur Ægisdóttir og maki hennar Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson hafa um árabil staðið í ströngu við heilbrigðis- og almannatryggingakerfið hér á landi fyrir hönd langveikrar dóttur sinnar, Lovísu Lindar. Meira »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Múrverk
Múrverk...
Málarameistari
Málarameistari getur bætt við sig vinnu sími6603830...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...