„Aðalatriðið að við ætlum að vanda okkur“ 

Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á ...
Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á Húsavík í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi á Fosshóteli á Húsavík í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera.

Sorgarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík hefur ítrekað verið í fréttum en forstjóri PCC á Bakka sagði alls ekki neitt samasemmerki á milli verkefnisins á Bakka og þess suður með sjó. Tæknin í verksmiðjunni á Bakka væri sú besta sem völ væri á.

Besta mögulega tækni

„Allir sem fylgjast með fréttum vita að eitthvað mikið fór úrskeiðis í Helguvík en það er ekki jafnaðarmerki á milli þessara verkefna. Við erum með bestu tækni sem er möguleg til að lágmarka umhverfisáhrif og munum ekki setja í gang fyrr en við verðum sannfærð um að öll tækni og öll tæki séu farin að virka. Þess vegna getum við ekki gefið upp nákvæma  dagsetningu, en stefnt er að því að gangsetja fyrri ofn verksmiðjunnar seinni hluta febrúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon, á fjölmennum fundi á Húsavík síðdegis. „Við höfum notið mikils trausts í nærsamfélaginu og viljum ekki bregðast því trausti. Aðalatriðið er að við ætlum að vanda okkur,“ sagði Hafsteinn. Síðari ofninn verður væntanlega gangsettur í apríl.

Stjórnendur kísilsversins á Bakka kynntu framleiðslu- og gangsetningarferli, auk þess sem farið var yfir ýmislegt varðandi öryggis- og umhverfismál. Þeir svöruðu síðan spurningum áhugasamra fundargesta, m.a. um mögulega mengun og hvernig yrði staðið að urðun, og lofuðu að upplýsingagjöf yrði alltaf mikil. 

Hugsanlega lykt til Húsavíkur

Fram kom að fyrstu vikuna, eftir að verksmiðjan verður ræst, mundi nokkur reykur verða sýnilegur. Gangsetningin hefst með forhitun ofna, þá losnar mikill raki úr fóðringu ofnsins sem myndi eyðileggja síupoka í reykhreinsvirkinu og útblæstri er því hleypt út um neyðarskorsteina í upphafi. Miðað við áætlanir ætti allt að vera komið í eðlilegt horf á áttunda degi.

Lykt berst mögulega til Húsavíkur í norðanátt, að sögn talsmanna fyrirtækisins, en ætti þó ekki að valda vandræðum. Teitur Guðmundsson, trúnaðarlæknir fyrirtækisins, sagði að mögulega gæti fólk með undirliggjandi sjúkdóma, til dæmis astma, fundið fyrir óþægindum en hann teldi þó ekki miklar líkur á því.

Verksmiðjan skilur eftir sig umhverfisspor, eins og aðrar slíkar, en mengunarvarnir verða þær bestu sem völ er á, að sögn talsmanna PCC BakkiSilocon. Erlingur E. Jónasson öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri, nefndi að Íslendingar væru stórnotendur á kísli, enda efnið notað í fjölda hversdagslegra hluta. „Við getum því verið glöð þegar kísill er framleiddur hér á landi. Þegar framleitt er með raforku, eins og hér, er losunin á koltvísýringi um 5 tonn á hvert framleitt tonn af sílikoni, en þegar rafmagnið er framleitt með kolum er losunin um 16 tonn.“

Hvers vegna eru notuð kol?

Í fréttum hefur töluvert verið fjallað um það síðustu misseri að fyrirtækið muni flytja töluvert til landsins af kolum. Áréttað var á fundinum að kolin yrðu ekki notuð til þess að  framleiða rafmagn - það væri beinlínis fráleitt að láta sér detta slíkt í hug. Kolin væru hins vegar nauðsynleg hér, sem i öðrum sambærilegum verksmiðjum, til þess að nauðsynleg efnahvörf ættu sér stað í framleiðsluferlinu.

„Við erum ekki ónæm“

Forstjórinn sagði það ekki skipta starfsmenn fyrirtækisins minna máli en aðra að allt væri eins og það ætti að vera í verksmiðjunni, til dæmis mengunarvarnir. „Hér er starfsemin en hér er líka okkar heimili og barnanna okkar. Við erum ekki ónæmari fyrir því sem kemur frá verksmiðjunni okkar en aðrir íbúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson forstjóri.

Góður rómur var gerður að málflutningi fulltrúa fyrirtækisins og ef marka má fundinn eru íbúar afar jákvæðar í garð verksmiðjunnar á Bakka.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »

Aldrei fundist jafn gaman í vinnunni

07:37 „Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Meira »

Verða í Reykjavíkurhöfn um hádegi

07:11 Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór kominn inn í Faxaflóa og von á að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík um hádegi. Meira »

Mikil bleyta á Reykjanesbraut

07:06 Varað er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suðaustur- og Austurlandi í dag en von er á þungbúnu og svölu veðri víða á landinu. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur rignt talsvert þar í nótt og er mikil bleyta á Reykjanesbrautinni sem situr í hjólförum sem getur verið varasamt og ökumenn beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Þrjár tilkynningar um borgarísjaka

06:58 Stjórnstöð siglinga hafa borist þrjár tilkynningar um borgarísjaka undanfarnar klukkustundir. Enginn þeirra er á sömu slóðum en gott skyggni er á miðunum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Með lyfjakokteil í blóðinu

05:53 Tíu ökumenn voru stöðvaðir af næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var með fimm tegundir fíkniefna í blóðinu, annar fjórar og sá þriðji var með þrjár tegundir eiturlyfja í blóðinu. Margir þeirra voru próflausir. Meira »
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...