„Aðalatriðið að við ætlum að vanda okkur“ 

Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á ...
Frá fjölmennum fundi sem PCC Bakki hélt á Fosshóteli á Húsavík í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Húsvíkingar voru fullvissaðir um það, á fjölmennum fundi á Fosshóteli á Húsavík í dag, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, til að umhverfisáhrif kísilvers PCC á Bakka yrðu sem minnst. Forstjóri fyrirtækisins sagði m.a. að verksmiðjan yrði ekki gangsett fyrr en öll tækni og öll tæki virkuðu eins og þau ættu að gera.

Sorgarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík hefur ítrekað verið í fréttum en forstjóri PCC á Bakka sagði alls ekki neitt samasemmerki á milli verkefnisins á Bakka og þess suður með sjó. Tæknin í verksmiðjunni á Bakka væri sú besta sem völ væri á.

Besta mögulega tækni

„Allir sem fylgjast með fréttum vita að eitthvað mikið fór úrskeiðis í Helguvík en það er ekki jafnaðarmerki á milli þessara verkefna. Við erum með bestu tækni sem er möguleg til að lágmarka umhverfisáhrif og munum ekki setja í gang fyrr en við verðum sannfærð um að öll tækni og öll tæki séu farin að virka. Þess vegna getum við ekki gefið upp nákvæma  dagsetningu, en stefnt er að því að gangsetja fyrri ofn verksmiðjunnar seinni hluta febrúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC BakkiSilicon, á fjölmennum fundi á Húsavík síðdegis. „Við höfum notið mikils trausts í nærsamfélaginu og viljum ekki bregðast því trausti. Aðalatriðið er að við ætlum að vanda okkur,“ sagði Hafsteinn. Síðari ofninn verður væntanlega gangsettur í apríl.

Stjórnendur kísilsversins á Bakka kynntu framleiðslu- og gangsetningarferli, auk þess sem farið var yfir ýmislegt varðandi öryggis- og umhverfismál. Þeir svöruðu síðan spurningum áhugasamra fundargesta, m.a. um mögulega mengun og hvernig yrði staðið að urðun, og lofuðu að upplýsingagjöf yrði alltaf mikil. 

Hugsanlega lykt til Húsavíkur

Fram kom að fyrstu vikuna, eftir að verksmiðjan verður ræst, mundi nokkur reykur verða sýnilegur. Gangsetningin hefst með forhitun ofna, þá losnar mikill raki úr fóðringu ofnsins sem myndi eyðileggja síupoka í reykhreinsvirkinu og útblæstri er því hleypt út um neyðarskorsteina í upphafi. Miðað við áætlanir ætti allt að vera komið í eðlilegt horf á áttunda degi.

Lykt berst mögulega til Húsavíkur í norðanátt, að sögn talsmanna fyrirtækisins, en ætti þó ekki að valda vandræðum. Teitur Guðmundsson, trúnaðarlæknir fyrirtækisins, sagði að mögulega gæti fólk með undirliggjandi sjúkdóma, til dæmis astma, fundið fyrir óþægindum en hann teldi þó ekki miklar líkur á því.

Verksmiðjan skilur eftir sig umhverfisspor, eins og aðrar slíkar, en mengunarvarnir verða þær bestu sem völ er á, að sögn talsmanna PCC BakkiSilocon. Erlingur E. Jónasson öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri, nefndi að Íslendingar væru stórnotendur á kísli, enda efnið notað í fjölda hversdagslegra hluta. „Við getum því verið glöð þegar kísill er framleiddur hér á landi. Þegar framleitt er með raforku, eins og hér, er losunin á koltvísýringi um 5 tonn á hvert framleitt tonn af sílikoni, en þegar rafmagnið er framleitt með kolum er losunin um 16 tonn.“

Hvers vegna eru notuð kol?

Í fréttum hefur töluvert verið fjallað um það síðustu misseri að fyrirtækið muni flytja töluvert til landsins af kolum. Áréttað var á fundinum að kolin yrðu ekki notuð til þess að  framleiða rafmagn - það væri beinlínis fráleitt að láta sér detta slíkt í hug. Kolin væru hins vegar nauðsynleg hér, sem i öðrum sambærilegum verksmiðjum, til þess að nauðsynleg efnahvörf ættu sér stað í framleiðsluferlinu.

„Við erum ekki ónæm“

Forstjórinn sagði það ekki skipta starfsmenn fyrirtækisins minna máli en aðra að allt væri eins og það ætti að vera í verksmiðjunni, til dæmis mengunarvarnir. „Hér er starfsemin en hér er líka okkar heimili og barnanna okkar. Við erum ekki ónæmari fyrir því sem kemur frá verksmiðjunni okkar en aðrir íbúar,“ sagði Hafsteinn Viktorsson forstjóri.

Góður rómur var gerður að málflutningi fulltrúa fyrirtækisins og ef marka má fundinn eru íbúar afar jákvæðar í garð verksmiðjunnar á Bakka.

mbl.is

Innlent »

Skór sem koma fólki í spariskap

20:50 Hönnunarsafn Íslands blæs til heljarinnar skóveislu á morgun, sunnudag. Í tilefni af tíu ára afmæli Kron by Kronkron verða til sýnis 800 skópör úr smiðju þeirra Hugrúnar Daggar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar. Meira »

Handverksbjór og hamborgarar

20:49 „Við byrjum á matnum og stefnum á að opna veitingastaðinn fyrir páska. Það er alla vega draumurinn. Svo opnum við brugghúsið í beinu framhaldi svona mánuði síðar,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss, sem verður opnuð í Vík í Mýrdal á næstunni. Meira »

Andlát: Guðjón A. Kristjánsson

20:40 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein, á 74. aldursári. Meira »

Heppinn lottóspilari vann 26 milljónir

19:55 Einn heppinn lottóspilari var með allar fimm tölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í kvöld. Hann fær í sinn hlut rúmar 26 milljónir króna. Meira »

Réttarhöld í vændismálum verði opin

19:44 Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að opnun réttarhalda í vændis- og mansalsmálum myndi hjálpa til í baráttunni gegn vændisstarfsemi. Meira »

Gagnrýna óhefðbundnar lækningar

19:42 Um fimmtíu sálfræðingar hafa skrifað undir yfirlýsingu sem var nýlega send Sálfræðingafélagi Íslands þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af notkun óhefðbundinna læknismeðferða við geðsjúkdómum. Meira »

Öryggi sjúkraflutninga áfram tryggt

18:02 Öryggi sjúkraflutninga verður áfram tryggt á meðan unnið er að því að skipuleggja fyrirkomulag þjónustunnar til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Vélhjólaslys í Þykkvabæjarfjöru

17:55 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru boðaðar út um fimmleytið í dag vegna vélhjólaslyss í Þykkvabæjarfjöru.  Meira »

Slasaður skíðamaður á Heljardalsheiði

17:46 Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út um kl. 16 í dag vegna slasaðs skíðamanns á Heljardalsheiði. Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á vettvang á vélsleða. Meira »

Þrír fluttir með þyrlu á slysadeild

17:10 Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyss sem varð við Strýtur sunnan við Hveravelli þegar jeppi fór fram af hengju. Meira »

Lilja oddvitaefni B-lista

16:49 Lilja Einarsdóttir er oddvitaefni B-lista framsóknarmanna og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinu Hvoli í dag. Meira »

Þyrla kölluð til vegna fjórhjólaslyss

16:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna fjórhjólaslyss á Suðurnesjum. Lögreglan á Suðurnesjum var fyrst á vettvang og óskaði eftir aðstoð þyrlunnar. Slysið varð á vegi sem liggur frá Suðurstrandavegi að Djúpavatni. Meira »

Hnúfubak rak á land í Héðinsfirði

15:35 Fullvaxinn hnúfubakur hefur legið dauður í nokkurn tíma í fjöru í Héðinsfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Ægissyni, fréttaritara mbl.is og Morgunblaðsins á Siglufirði, var hvalsins fyrst vart 9. mars en sennilega er töluvert lengra síðan hvalinn rak á land. Meira »

Gengu í það heilaga á Hlemmi

14:46 Hlemmur mathöll hefur vakið lukku meðal landsmanna sem og ferðamanna sem hafa lagt leið sína þangað frá því að höllin opnaði síðasta sumar. En það er óhætt að fullyrða að fáir hafi heillast jafn mikið af Hlemmi og bandaríska parið Jennifer og Eric Stover, sem eru stödd hér á landi í fríi. Meira »

Fullt úr úr dyrum á #metoo-fundi

15:52 Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu á #metoo-fund sem Landssamband sjálfstæðiskvenna stóð fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Saksóknari fékk ekki fíkniefnaskýrslu

15:31 Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki kynnt embætti ríkissaksóknara skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun og stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkefnum vímuefnaneyslu frá árinu 2016. Meira »

Mótmæla þögn íslenskra stjórnvalda

14:01 Fjöldi fólks kom saman við Hallgrímskirkju í hádeginu í dag til að styðja íbúa Afrín-héraðs í Sýrlandi. Einnig þrýsta mótmælendur á íslensk stjórnvöld að fordæma innrás Tyrklandshers inn í héraðið. Meira »
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 75000.- Uppl. 8691204...
Lok á potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...