Rannsókn lögreglu langt komin

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar. mbl.is/Golli

Rannsókn lögreglu í máli fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur miðar vel en maðurinn er í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Hann var handtekinn í síðasta mánuði, grunaður um kynferðisbrot.

„Það eru átta manns sem hafa stöðu brotaþola í þessum málum,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Meint brot mannsins eiga sér stað frá aldamótum og til ársins 2010.

Árni segir að brotaþolar tengist manninum annaðhvort fjölskylduböndum eða séu börn vinafólks. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar.

„Rannsókn miðar vel og er langt komin en við höfum talað við um 40 manns í þágu rannsóknarinnar,“ segir Árni.

Maðurinn er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna en héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglu um að maðurinn sætti gæslu á grundvelli almannahagsmuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert