Myndatökur ekki leyfðar inni í dómsölum

Myndatökur verða ekki leyfðar í dómsölum Landsréttar nema í undantekningartilfellum.
Myndatökur verða ekki leyfðar í dómsölum Landsréttar nema í undantekningartilfellum. mbl.is/Arnar Þór

Myndatökur verða ekki leyfðar í dómsölum Landsréttar nema í undantekningartilfellum. Þetta varð ljóst í morgun, er ljósmyndarar frá mbl.is og Morgunblaðinu og fleiri miðlum fengu ekki leyfi til þess að mynda inni í dómsalnum áður en dómþing var sett.

Sagði Björn L. Bergsson skrifstofustjóri Landsréttar við fjölmiðlafólk á vettvangi að myndatökur í dómsölum Landsréttar yrðu einungis leyfðar í undantekningartilfellum.

„Það verða ekki myndatökur inni í dómsal,“ ítrekar Björn í samtali við mbl.is. „Þetta eru fyrst og fremst bara dómsalir, sem er verið að dæma í og það er meginskýringin,“ segir hann ennfremur.

„Það hefur verið umræða á vegum Dómstólasýslunnar um að takmarka myndatökur í dómhúsum. Ég held að það hafi verið fundur með fulltrúum Blaðamannafélagsins, um að taka upp dönsku línuna, sem er sú að það sé ekki yfir höfuð tekið upp myndefni inni í dómhúsum. Ég held að menn séu nú ekki að fara þangað, en þetta er sú lína sem hefur verið lögð hér,“ segir Björn.

Samkvæmt dönskum lögum eru allar myndatökur í dómhúsum bannaðar og sömuleiðis er bannað að taka myndir af einstaklingum sem eru á leið í dómhús.

Svipað fyrirkomulag er í Noregi, en hérlendis hefur bann við myndatökum í dómhúsum aldrei verið samþykkt á Alþingi þrátt fyrir frumvörp þar um og mætt andstöðu Blaðamannafélagsins, auk annarra.

Björn segir aðspurður að dómstólum væri frjálst að setja reglur um myndatökur í húsakynnum sínum.

„Það er ekkert sem bannar eða leyfir myndatökur í einstökum rýmum þessara húsa. Dómstóllinn í sjálfu sér gæti neitað um myndatökur inni í húsinu, en það stendur ekki til að fara að ganga svo langt,“ segir Björn.

Lögmennirnir gengu á ný inn í salinn

Er ljósmyndarar komu á staðinn laust fyrir klukkan 11 í morgun voru báðir lögmennirnir komnir inn í dómsalinn og þangað var þeim meinað að fara. Það vakti nokkra undrun, enda hefur almennt verið hægt að mynda inni í dómsal við upphaf dómþinga í héraðsdómi og Hæstarétti.

„Það er verið að gera ýmislegt í fyrsta sinn,“ segir Björn um undrun fjölmiðlafólksins. „Ef það er eitthvað öðruvísi í laginu en menn eru vanir, þá kemur það öðruvísi út.“

Einn fréttamanna á staðnum dó ekki ráðalaus, heldur fór inn í dómsalinn og bað lögmennina um að ganga aftur inn í salinn fyrir ljósmyndara og myndatökumenn á svæðinu. Þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jón H. B. Snorrason urðu við þeirri beiðni.

Jón og Vilhjálmur ganga í dómsal Landsréttar. Myndin er sviðsett.
Jón og Vilhjálmur ganga í dómsal Landsréttar. Myndin er sviðsett. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...