Kvartanir fóru á flug í fyrra

Langflestar kvartanir í fyrra bárust vegna Wow air.
Langflestar kvartanir í fyrra bárust vegna Wow air.

Kvartanir flugfarþega til Samgöngustofu hafa aldrei verið eins margar og í fyrra. Þá barst 1.121 kvörtun, langflestar vegna seinkana á flugi, eða 808. Þá bárust 180 kvartanir nú í janúar, 45 þeirra eru vegna Primera Air. Kemur það m.a. til vegna fyrirhugaðra aðgerða Samgöngustofu gagnvart flugfélaginu.

Samgöngustofa hefur ákveðið að beita sér í máli flugfarþega sem urðu fyrir miklum töfum á nokkrum flugleiðum Primera Air í fyrra og hafa ekki enn fengið greiddar skaðabætur. Flugfélagið viðurkenndi bótarétt en hefur ekki staðið við að greiða bæturnar til farþeganna sem um það sóttu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samgöngustofa hefur ákveðið að taka ákvörðun um greiðslufrest, fyrir hvert flug fyrir sig, þar sem flugfélaginu er gefinn frestur til að ganga frá greiðslu og sé hann ekki virtur verður gripið til dagsekta. Ekki hefur áður þurft að ganga svona langt gagnvart flugfélagi enda hefur sambærilegt vandamál ekki komið upp áður, samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert