Sunna enn föst í Malaga

Sunna Elvira á sjúkrabeði ásamt dóttur sinni.
Sunna Elvira á sjúkrabeði ásamt dóttur sinni.

Til stóð að flytja Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall í Malaga á Spáni fyrir rúmum tveimur vikum, á bæklunarspítala í Toledo í gær en ekki varð af því sökum þess að spítalinn segist ekki hafa pláss fyrir hana.

Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður Sunnu, í umfjöllun um mál hennar í Morgunblaðinu í dag. Einum og hálfum tíma áður en flytja átti Sunnu var þeim tjáð að ekki væri hægt að taka við henni í Toledo.

„Það var verið að búa hana undir flutning og bíllinn klár og allur pakkinn og þá segjast þeir ekki hafa pláss fyrir hana,“ segir Jón Kristinn. Hann segir alla steinhissa á þessum fréttum og erfitt sé að skilja að ekkert sjúkrahús á Spáni geti tekið við lamaðri konu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert