Fleiri karlar á flugfælninámskeið

Boeing 757-þota Icelandair.
Boeing 757-þota Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlar eru í auknum mæli farnir að skrá sig á flugfælninámskeið. Aukin krafa er einnig frá foreldrum um að börn sæki slík námskeið. Þetta segir Elín Erlingsdóttir sem skipuleggur námskeið gegn flugfælni á vegum Icelandair sem hefst á næstunni.

Fjögur námskeið eru haldin í Sálfræðistöðinni á ári hverju og yfirleitt mæta þrettán manns á hvert námskeið. Að sögn Elínar er oftast fullbókað í námskeiðin og reynt er að hafa hópana litla í hvert sinn svo að þjónustan verði persónubundnari og allir fái fræðslu og aðstoð við sitt hæfi.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar

Einn og einn slæddist inn 

Hún telur aðsókn í námskeiðin vera frekar að aukast með árunum og að áberandi sé hversu karlmönnum sé að fjölga. „Það var einn og einn sem slæddist á námskeið þegar við vorum að byrja með þetta fyrir tuttugu árum. Þeir eru ekki margir núna en þeir eru að verða stærri hópur,“ greinir Elín frá. Þar hjálpi eflaust til að upplýsingar um námskeiðin breiðist hraðar út en áður á samfélagsmiðlunum.

„Það er eflaust markaður til að hafa þetta oftar en við höfum ekki haft tök á því. Það eru fáir sálfræðingar sem hafa gefið sig út fyrir þetta og verið með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Elín og bætir við að meiri krafa sé um það núna að börn sæki námskeiðið.

„Þetta eru erfið námskeið og við höfum ekki haft tækifæri til þess að taka börn inn á þau. Oft erfist flughræðsla, má segja, frá foreldrum yfir í börn,“ segir hún og nefnir að mikið sé fjallað um eðlisfræði á námskeiðinu og að mjög erfitt sé fyrir börn að vinna með andlegt ástand hvað þessa hluti varðar. Þau hafi ekki þroskann sem til þarf.

Boeing 767-þota Icelandair.
Boeing 767-þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Verða að viðhalda þekkingunni

Aðspurð segir Elín að í 99% tilfella komi fólk ekki aftur á námskeiðið eftir að hafa farið á það einu sinni. Það sé útskrifað. Einn og einn hefur samband eftir einhver ár, oftast eftir að hafa lítið sem ekkert flogið í millitíðinni.

„Eina leiðin til þess að viðhalda þessu er að fljúga. Heilinn er svo fljótur að taka yfir og fara með þig aftur í sama ástand ef þú viðheldur ekki aðstæðunum og þekkingunni.“

Hún segir það koma fyrir að fólk sem fór á námskeiðið fyrir tíu árum komi aftur en oftast dugar að setja niður með kennurunum í einn tíma, fara yfir hlutina og rifja þá aftur upp. „Í svipan man ég ekki eftir neinum sem hefur farið á tvö námskeið.“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Konur duglegri í að takast á við vandann

Hvert námskeið samanstendur af 12 til 14 klukkustundum í skólastofu, sem er dreift á tvær vikur. Einnig er heimalærdómur bæði hvað varðar lestur og slökun. Í lok námskeiðsins er farið með fólkið í flugferð til Evrópu þar sem fræðsla fer fram allan tímann.

Spurð hvers vegna konur séu í meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin segir Elín þær vera öruggari í því að fara og takast á við vandann. Karlmenn séu lengur að koma sér af stað og hafa kannski samband í tvö til þrjú ár áður en þeir ákveða að skrá sig á námskeið. „Það er einhvern veginn erfiðara fyrir þá að stíga inn í þetta.“

Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Halda fjölskyldunni í gíslingu 

Elín segir það hefta fjölskyldur mikið þegar fólk neitar að fljúga. Margir sem hafa sótt námskeiðið hafa ekki flogið í áratugi. Nefnir hún í því samhengi eina manneskju sem kom á námskeiðið fyrir tveimur árum. Hún hafði flogið með sjóflugvélinni Katalínu á Ísafjörð fyrir löngu síðan og verið það hrædd að hún hafi ekki getað flogið eftir það. Þannig hélt hún fjölskyldu sinni hálfpartinn í gíslingu því hún neitaði að fara til útlanda nema á skipi.

mbl.is

Innlent »

Óánægja með veiðar í dragnót

05:30 „Þeir voru að veiða nálægt landi innarlega á firðinum og ég hef fengið símtöl út af þessu frá sjómönnum og öðrum bæjarbúum sem fannst bátarnir vera komnir fullnálægt.“ Meira »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »