Fleiri karlar á flugfælninámskeið

Boeing 757-þota Icelandair.
Boeing 757-þota Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlar eru í auknum mæli farnir að skrá sig á flugfælninámskeið. Aukin krafa er einnig frá foreldrum um að börn sæki slík námskeið. Þetta segir Elín Erlingsdóttir sem skipuleggur námskeið gegn flugfælni á vegum Icelandair sem hefst á næstunni.

Fjögur námskeið eru haldin í Sálfræðistöðinni á ári hverju og yfirleitt mæta þrettán manns á hvert námskeið. Að sögn Elínar er oftast fullbókað í námskeiðin og reynt er að hafa hópana litla í hvert sinn svo að þjónustan verði persónubundnari og allir fái fræðslu og aðstoð við sitt hæfi.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar

Einn og einn slæddist inn 

Hún telur aðsókn í námskeiðin vera frekar að aukast með árunum og að áberandi sé hversu karlmönnum sé að fjölga. „Það var einn og einn sem slæddist á námskeið þegar við vorum að byrja með þetta fyrir tuttugu árum. Þeir eru ekki margir núna en þeir eru að verða stærri hópur,“ greinir Elín frá. Þar hjálpi eflaust til að upplýsingar um námskeiðin breiðist hraðar út en áður á samfélagsmiðlunum.

„Það er eflaust markaður til að hafa þetta oftar en við höfum ekki haft tök á því. Það eru fáir sálfræðingar sem hafa gefið sig út fyrir þetta og verið með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Elín og bætir við að meiri krafa sé um það núna að börn sæki námskeiðið.

„Þetta eru erfið námskeið og við höfum ekki haft tækifæri til þess að taka börn inn á þau. Oft erfist flughræðsla, má segja, frá foreldrum yfir í börn,“ segir hún og nefnir að mikið sé fjallað um eðlisfræði á námskeiðinu og að mjög erfitt sé fyrir börn að vinna með andlegt ástand hvað þessa hluti varðar. Þau hafi ekki þroskann sem til þarf.

Boeing 767-þota Icelandair.
Boeing 767-þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Verða að viðhalda þekkingunni

Aðspurð segir Elín að í 99% tilfella komi fólk ekki aftur á námskeiðið eftir að hafa farið á það einu sinni. Það sé útskrifað. Einn og einn hefur samband eftir einhver ár, oftast eftir að hafa lítið sem ekkert flogið í millitíðinni.

„Eina leiðin til þess að viðhalda þessu er að fljúga. Heilinn er svo fljótur að taka yfir og fara með þig aftur í sama ástand ef þú viðheldur ekki aðstæðunum og þekkingunni.“

Hún segir það koma fyrir að fólk sem fór á námskeiðið fyrir tíu árum komi aftur en oftast dugar að setja niður með kennurunum í einn tíma, fara yfir hlutina og rifja þá aftur upp. „Í svipan man ég ekki eftir neinum sem hefur farið á tvö námskeið.“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Konur duglegri í að takast á við vandann

Hvert námskeið samanstendur af 12 til 14 klukkustundum í skólastofu, sem er dreift á tvær vikur. Einnig er heimalærdómur bæði hvað varðar lestur og slökun. Í lok námskeiðsins er farið með fólkið í flugferð til Evrópu þar sem fræðsla fer fram allan tímann.

Spurð hvers vegna konur séu í meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin segir Elín þær vera öruggari í því að fara og takast á við vandann. Karlmenn séu lengur að koma sér af stað og hafa kannski samband í tvö til þrjú ár áður en þeir ákveða að skrá sig á námskeið. „Það er einhvern veginn erfiðara fyrir þá að stíga inn í þetta.“

Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Halda fjölskyldunni í gíslingu 

Elín segir það hefta fjölskyldur mikið þegar fólk neitar að fljúga. Margir sem hafa sótt námskeiðið hafa ekki flogið í áratugi. Nefnir hún í því samhengi eina manneskju sem kom á námskeiðið fyrir tveimur árum. Hún hafði flogið með sjóflugvélinni Katalínu á Ísafjörð fyrir löngu síðan og verið það hrædd að hún hafi ekki getað flogið eftir það. Þannig hélt hún fjölskyldu sinni hálfpartinn í gíslingu því hún neitaði að fara til útlanda nema á skipi.

mbl.is

Innlent »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

05:30 Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.  Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »

Fleiri öryrkjar geti unnið

05:30 „Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Meira »

Andlát: Pétur Sigurðsson

05:30 Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Vestfjarða, er látinn á 87. aldursári.   Meira »

Óskar eftir tilboðum í breikkun

05:30 Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Selfossi. Þessi kafli liggur frá Varmá, sem er rétt austan við Hveragerði, og að Gljúfurholtsá rétt vestan Kotstrandar í Ölfusi, alls 2,5 kílómetrar. Meira »

Landselur á válista vegna bráðrar hættu á útrýmingu

05:30 Landselur, útselur og steypireyður eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar yfir íslensk spendýr. Er landselur sagður í bráðri hættu á útrýmingu, útselur tegund í hættu og steypireyður í nokkurri hættu. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

05:30 Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri Félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfaranótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »