Fleiri karlar á flugfælninámskeið

Boeing 757-þota Icelandair.
Boeing 757-þota Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlar eru í auknum mæli farnir að skrá sig á flugfælninámskeið. Aukin krafa er einnig frá foreldrum um að börn sæki slík námskeið. Þetta segir Elín Erlingsdóttir sem skipuleggur námskeið gegn flugfælni á vegum Icelandair sem hefst á næstunni.

Fjögur námskeið eru haldin í Sálfræðistöðinni á ári hverju og yfirleitt mæta þrettán manns á hvert námskeið. Að sögn Elínar er oftast fullbókað í námskeiðin og reynt er að hafa hópana litla í hvert sinn svo að þjónustan verði persónubundnari og allir fái fræðslu og aðstoð við sitt hæfi.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar

Einn og einn slæddist inn 

Hún telur aðsókn í námskeiðin vera frekar að aukast með árunum og að áberandi sé hversu karlmönnum sé að fjölga. „Það var einn og einn sem slæddist á námskeið þegar við vorum að byrja með þetta fyrir tuttugu árum. Þeir eru ekki margir núna en þeir eru að verða stærri hópur,“ greinir Elín frá. Þar hjálpi eflaust til að upplýsingar um námskeiðin breiðist hraðar út en áður á samfélagsmiðlunum.

„Það er eflaust markaður til að hafa þetta oftar en við höfum ekki haft tök á því. Það eru fáir sálfræðingar sem hafa gefið sig út fyrir þetta og verið með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Elín og bætir við að meiri krafa sé um það núna að börn sæki námskeiðið.

„Þetta eru erfið námskeið og við höfum ekki haft tækifæri til þess að taka börn inn á þau. Oft erfist flughræðsla, má segja, frá foreldrum yfir í börn,“ segir hún og nefnir að mikið sé fjallað um eðlisfræði á námskeiðinu og að mjög erfitt sé fyrir börn að vinna með andlegt ástand hvað þessa hluti varðar. Þau hafi ekki þroskann sem til þarf.

Boeing 767-þota Icelandair.
Boeing 767-þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Verða að viðhalda þekkingunni

Aðspurð segir Elín að í 99% tilfella komi fólk ekki aftur á námskeiðið eftir að hafa farið á það einu sinni. Það sé útskrifað. Einn og einn hefur samband eftir einhver ár, oftast eftir að hafa lítið sem ekkert flogið í millitíðinni.

„Eina leiðin til þess að viðhalda þessu er að fljúga. Heilinn er svo fljótur að taka yfir og fara með þig aftur í sama ástand ef þú viðheldur ekki aðstæðunum og þekkingunni.“

Hún segir það koma fyrir að fólk sem fór á námskeiðið fyrir tíu árum komi aftur en oftast dugar að setja niður með kennurunum í einn tíma, fara yfir hlutina og rifja þá aftur upp. „Í svipan man ég ekki eftir neinum sem hefur farið á tvö námskeið.“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Konur duglegri í að takast á við vandann

Hvert námskeið samanstendur af 12 til 14 klukkustundum í skólastofu, sem er dreift á tvær vikur. Einnig er heimalærdómur bæði hvað varðar lestur og slökun. Í lok námskeiðsins er farið með fólkið í flugferð til Evrópu þar sem fræðsla fer fram allan tímann.

Spurð hvers vegna konur séu í meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin segir Elín þær vera öruggari í því að fara og takast á við vandann. Karlmenn séu lengur að koma sér af stað og hafa kannski samband í tvö til þrjú ár áður en þeir ákveða að skrá sig á námskeið. „Það er einhvern veginn erfiðara fyrir þá að stíga inn í þetta.“

Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Halda fjölskyldunni í gíslingu 

Elín segir það hefta fjölskyldur mikið þegar fólk neitar að fljúga. Margir sem hafa sótt námskeiðið hafa ekki flogið í áratugi. Nefnir hún í því samhengi eina manneskju sem kom á námskeiðið fyrir tveimur árum. Hún hafði flogið með sjóflugvélinni Katalínu á Ísafjörð fyrir löngu síðan og verið það hrædd að hún hafi ekki getað flogið eftir það. Þannig hélt hún fjölskyldu sinni hálfpartinn í gíslingu því hún neitaði að fara til útlanda nema á skipi.

mbl.is

Innlent »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Von á enn einum storminum

15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...