Fleiri karlar á flugfælninámskeið

Boeing 757-þota Icelandair.
Boeing 757-þota Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlar eru í auknum mæli farnir að skrá sig á flugfælninámskeið. Aukin krafa er einnig frá foreldrum um að börn sæki slík námskeið. Þetta segir Elín Erlingsdóttir sem skipuleggur námskeið gegn flugfælni á vegum Icelandair sem hefst á næstunni.

Fjögur námskeið eru haldin í Sálfræðistöðinni á ári hverju og yfirleitt mæta þrettán manns á hvert námskeið. Að sögn Elínar er oftast fullbókað í námskeiðin og reynt er að hafa hópana litla í hvert sinn svo að þjónustan verði persónubundnari og allir fái fræðslu og aðstoð við sitt hæfi.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar

Einn og einn slæddist inn 

Hún telur aðsókn í námskeiðin vera frekar að aukast með árunum og að áberandi sé hversu karlmönnum sé að fjölga. „Það var einn og einn sem slæddist á námskeið þegar við vorum að byrja með þetta fyrir tuttugu árum. Þeir eru ekki margir núna en þeir eru að verða stærri hópur,“ greinir Elín frá. Þar hjálpi eflaust til að upplýsingar um námskeiðin breiðist hraðar út en áður á samfélagsmiðlunum.

„Það er eflaust markaður til að hafa þetta oftar en við höfum ekki haft tök á því. Það eru fáir sálfræðingar sem hafa gefið sig út fyrir þetta og verið með sérþekkingu á þessu sviði,“ segir Elín og bætir við að meiri krafa sé um það núna að börn sæki námskeiðið.

„Þetta eru erfið námskeið og við höfum ekki haft tækifæri til þess að taka börn inn á þau. Oft erfist flughræðsla, má segja, frá foreldrum yfir í börn,“ segir hún og nefnir að mikið sé fjallað um eðlisfræði á námskeiðinu og að mjög erfitt sé fyrir börn að vinna með andlegt ástand hvað þessa hluti varðar. Þau hafi ekki þroskann sem til þarf.

Boeing 767-þota Icelandair.
Boeing 767-þota Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Verða að viðhalda þekkingunni

Aðspurð segir Elín að í 99% tilfella komi fólk ekki aftur á námskeiðið eftir að hafa farið á það einu sinni. Það sé útskrifað. Einn og einn hefur samband eftir einhver ár, oftast eftir að hafa lítið sem ekkert flogið í millitíðinni.

„Eina leiðin til þess að viðhalda þessu er að fljúga. Heilinn er svo fljótur að taka yfir og fara með þig aftur í sama ástand ef þú viðheldur ekki aðstæðunum og þekkingunni.“

Hún segir það koma fyrir að fólk sem fór á námskeiðið fyrir tíu árum komi aftur en oftast dugar að setja niður með kennurunum í einn tíma, fara yfir hlutina og rifja þá aftur upp. „Í svipan man ég ekki eftir neinum sem hefur farið á tvö námskeið.“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Árni Sæberg

Konur duglegri í að takast á við vandann

Hvert námskeið samanstendur af 12 til 14 klukkustundum í skólastofu, sem er dreift á tvær vikur. Einnig er heimalærdómur bæði hvað varðar lestur og slökun. Í lok námskeiðsins er farið með fólkið í flugferð til Evrópu þar sem fræðsla fer fram allan tímann.

Spurð hvers vegna konur séu í meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin segir Elín þær vera öruggari í því að fara og takast á við vandann. Karlmenn séu lengur að koma sér af stað og hafa kannski samband í tvö til þrjú ár áður en þeir ákveða að skrá sig á námskeið. „Það er einhvern veginn erfiðara fyrir þá að stíga inn í þetta.“

Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Innritunarborð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Halda fjölskyldunni í gíslingu 

Elín segir það hefta fjölskyldur mikið þegar fólk neitar að fljúga. Margir sem hafa sótt námskeiðið hafa ekki flogið í áratugi. Nefnir hún í því samhengi eina manneskju sem kom á námskeiðið fyrir tveimur árum. Hún hafði flogið með sjóflugvélinni Katalínu á Ísafjörð fyrir löngu síðan og verið það hrædd að hún hafi ekki getað flogið eftir það. Þannig hélt hún fjölskyldu sinni hálfpartinn í gíslingu því hún neitaði að fara til útlanda nema á skipi.

mbl.is

Innlent »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »

Vígslubiskup vill að mörk séu virt

08:18 „Ég mun leggja mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við það fólk sem sinnir grunnþjónustu kirkjunnar,“ segir Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sem bar sigur úr býtum í síðari umferð í kjöri um embætti vígslubiskups í Skálholtsstifti. Meira »

Fundu flak e/s Reykjavíkur

07:57 Þann 12. maí sl. fannst flak flóabátsins Reykjavíkur í grennd við ytra Skógarnes á Snæfellsnesi, en skipið sökk árið 1908 eftir að hafa steytt á skeri. Meira »

Íslenskan breiðist út

07:37 Icelandic online er íslenskunámskeið sem nýst hefur og nýtast mun íslensku-nemendum út um allan heim.  Meira »

Gul veðurviðvörun

06:37 Víða allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag. Snarpir vindstrengir við fjöll sem eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir frá hádegi á Suðurlandi og Faxaflóa og Breiðafjörð frá klukkan 14. Meira »

Konur auka hagvöxt

06:31 Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni. Á undanförnum áratugum hefur aukin atvinnuþátttaka kvenna hækkað hagvaxtartölur að meðaltali um 10-20% á ári, segir í skýrslunni. Meira »

Grunaður um innbrot í bíla

06:13 Maður sem er grunaður um að hafa verið að brjótast inn í bíla í Breiðholtinu í nótt var handtekinn skammt frá vettvangi og er vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

05:30 Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Meira »

Tafirnar eru dýrar

05:30 Í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins á vegamálum er áætlað að 15.000 klukkustundum sé sóað í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum, sem samsvarar um 25 klukkustundum á hvern íbúa á ársgrundvelli. Meira »

Deila vegna laxveiða

05:30 Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019. Meira »

Ferðamaður lenti í snjóflóði

05:30 Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé. Meira »

Háhýsabyggð á ís

05:30 Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir skipulag Borgartúns 24 verða tekið fyrir á næsta fundi ráðsins. Sá fundur fari fram í byrjun júní. Meira »

Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

05:30 Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir. Meira »

Mál í gíslingu ríkisstofnana

05:30 Um hundrað Vestfirðingar komu saman við Gilsfjarðarbrú um miðjan dag í gær á samstöðufundi, sem haldinn var af grasrótarhreyfingu íbúa á Vestfjörðum til þess að minna stjórnvöld á þrjú stór hagsmunamál Vestfirðinga, raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og bættar samgöngur. Meira »

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

05:30 Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði. Meira »

Fjórir eru sakborningar

05:30 Fjórir menn hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa.  Meira »

Varað við ferðalögum vegna veðurs

Í gær, 22:46 Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

BRCA genin ekki einu skaðvaldarnir

Í gær, 20:43 Undanfara daga hefur mikil umræða verið um aðgang að erfðaupplýsingum og þá helst aðgang að upplýsingum um ákveðna meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, sem eykur margfalt líkur á brjóstakrabbameini hjá þeim sem ber hana. Breytingin erfist frá einni kynslóð til annarrar. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6,...
Húsgögn til sölu
Hillusamstæða til sölu 2 glerskápar 3 einigar sýrð eyk. /ódýrt---...
Til leigu
Til leigu Rekstur á söluturni í Grafarvogi upplýsingar snot ra1950@gmail.com...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel m...
Yfirlæknir á sviði eftirlits
Heilbrigðisþjónusta
Yfirlæknir á sviði e?irlits Embæ? lan...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...
Kennarar
Afgreiðsla/verslun
Okkur vantar kennara í Borgarhólsskó...