Skjöl héraðsskjalasafnsins á vergangi

Safnahúsið Eyrartúni. Samkomulag um enduruppbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði var …
Safnahúsið Eyrartúni. Samkomulag um enduruppbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði var undirritað í gær en um er að ræða gamla sjúkrahúsið, Edinborgarhúsið og sal tónlistarskólans LjósmyndHalldór Sveinbjörnsson

Skjölum Héraðsskjalasafnsins á Ísafirði hefur verið pakkað niður og þau flutt í bráðabirgðageymslu í Hafnarhúsinu. Samningi við bæinn um skjalageymslur í húsi Norðurtangans var rift.

Skjalasafn Héraðsskjalasafnsins var flutt úr Safnahúsinu í Norðurtangahúsið í október. Búið var að kaupa hillukerfi og átti að koma þeim þar fyrir við góðar aðstæður. Þar voru skjölin skemur en reiknað hafði verið með vegna ágreinings á milli eiganda hússins og Ísafjarðarbæjar.

„Við fengum hótun um útburð og þorðum ekki annað en að rýma húsið þótt við viðurkennum ekki gildi þess samnings sem rift var,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert