Gagnaver muni nota meiri orku en heimilin í landinu

Úr gagnaveri Verne Global.
Úr gagnaveri Verne Global.

Vinnsla á færslum í blokkarkeðjuna (e. blockchain) þarfnast mikillar raforku fyrir stórtölvur gagnavera. Dæmi um slíka vinnslu er gröftur á bitcoin og annarri rafmynt.

AP-fréttastofan og breska ríkisútvarpið, BBC, hafa síðustu daga fjallað um að Ísland sé fýsilegur kostur fyrir gagnaver. Hér séu góð skilyrði fyrir kælingu á netþjónum sökum hagstæðs veðurfars og samkeppnishæft verð fyrir umhverfisvæna orku frá jarðhita- og vatnsaflsvirkjunum.

AP hefur eftir Jóhanni Snorra Sigurbergssyni, viðskiptaþróunarstjóra HS orku, að hann vænti þess að raforkuþörf vegna vinnslu á færslum fyrir rafgjaldmiðla eins og bitcoin muni tvöfaldast á þessu ári og verði þá meiri en orkuþörf allra heimilanna í landinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert