Guðrún tekur sæti í Hæstarétti að nýju

Guðrún Erlendsdóttir.
Guðrún Erlendsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Guðrún Erlendsdóttir hefur verið sett hæstaréttardómari frá 6. febrúar til 31. mars 2018 vegna námsleyfis Helga Ingólfs Jónssonar hæstaréttardómara, varaforseta Hæstaréttar. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar.

Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er Guðrún elst þeirra sem hafa verið settir hæstaréttardómarar um ákveðinn tíma. Sigurður Líndal var eldri er hann sat í einu máli árið 2014. Hann var á 83. ári en Guðrún er á 82. ári.

Guðrún, sem fæddist árið 1936, var skipuð hæstaréttardómari 1. júlí 1986 og var fyrst kvenna til að gegna því embætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert