Hesturinn Hörður heillaði alla

Almila Bagriacik, sem lék stelpuna, ásamt Herði.
Almila Bagriacik, sem lék stelpuna, ásamt Herði.

Íslenski hesturinn Hörður fer með eitt aðalhlutverka í þýsku myndinni Hörður – Zwischen den Welten sem sýnd var hér á landi nýverið á þýskum kvikmyndadögum.

Hörður fæddist í Þýskalandi. Hann er nítján vetra og í eigu föður Stefanie Plattner sem er einn handritshöfunda og framleiðenda kvikmyndarinnar. Steffi, eins og hún er kölluð, er lærð leikkona og hefur unnið sem slík. Eiginmaður hennar, Ekrem Ergün, er líka leikari og það var í verkefnalægð sem þau ákváðu að skrifa handritið að myndinni.

„Handritið varð bara betra og betra með tímanum svo við ákváðum að framleiða myndina líka. Við stofnuðum framleiðslufyrirtækið Storming Donkey og Ekrem leikstýrði svo myndinni,“ segir Steffi.

Sjá viðtal við Steffi í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka