Opið um Þrengsli – Hellisheiði enn lokuð

Staða vega í nágrenni við höfuðborgina klukkan 19.20.
Staða vega í nágrenni við höfuðborgina klukkan 19.20. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að opna veginn um Sandskeið og Þrengsli en vegurinn um Hellisheiði opnar eitthvað síðar. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Auk Hellisheiði er Lyngdalsheiði einnig lokuð og þá er búið að loka Krýsuvíkurleið. Vegirnir um Brattabrekku og Fróðárheiði eru lokaðir og einnig er lokað um Hólasand.

Opið er á Mosfellsheiði og á Biskupstungnabraut frá Selfossi að Laugarvatni og upp að Gullfossi. Auk þess er opið á Öxnadalsheiði og um Víkurskarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert