Særður fálki fluttur í Húsdýragarðinn

Fálkinn.
Fálkinn. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi vestra

Bændur á Hnjúki í Vatnsdal á Norðurlandi vestra handsömuðu fálka í gær sem var skaddaður á væng. Var hann fluttur í Húsdýragarðinn en við skoðun dýralæknis kom í ljós að fálkinn er með skotsár en fálkar eru friðaðir.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra. 

Fálkanum var komið í búr þegar bændurnir fundu hann og var hann í samráði við Náttúrufræðistofnun fluttur suður. 

Lögregla vitnar í lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. „Brot gegn lögum þessum og reglum, sem settar verða samkvæmt þeim, varða sektum [eða fangelsi allt að 2 árum] og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis. Virða skal það refsingu til þyngingar ef um sjaldgæfar eða fágætar fuglategundir er að ræða,“ segir þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert