Sekt vegna of margra farþega

Bát­ur Gentle Gi­ants við hvala­skoðun á Skjálf­anda.
Bát­ur Gentle Gi­ants við hvala­skoðun á Skjálf­anda. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hef­ur dæmt fjóra starfs­menn hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Gentle Gi­ants á Húsa­vík til greiðslu sekta, þar sem bát­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins voru með fleiri farþega inn­an­borðs en leyft er sam­kvæmt reglu­gerð.

Auk framkvæmdastjóra fyrirtækisins voru þrír stjórnendur bátanna dæmdir til greiðslu sektar.

Fékk framkvæmdastjórinn 600 þúsund króna sekt en stjórnendur báta voru einnig dæmdir til greiðslu sektar, upphæð þeirra er á bilinu 120-200 þúsund krónur. Ella muni þeir sæta fangelsi í 10-32 daga eftir atvikum.

Héraðsdómur Norður­lands eystra dæmdi mennina fjóra til greiðslu sektar í desember 2016. Þá var framkvæmdastjórinn dæmdur til að greiða eina milljón í sekt og sektargreiðslur hinna mannanna voru einnig hærri en í dómi Landsréttar.

Bátarnir höfðu leyfi fyrir 12 farþegum en þeir voru frá 13 og upp í 18 í tilvikum sem ákært var fyrir. Því neita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki en segja að um boðsfarþega hafi verið að ræða og því hafi þeir ekki verið farþegar í þeim skilningi sem lagt er upp með í ákærunni.

Í ferðum sem á annað borð eru farnar með farþega í atvinnuskyni er þannig óhjákvæmilegt að líta svo á að allir um borð, eldri en eins árs, aðrir en áhöfn skipsins, teljist farþegar hvort sem um er að ræða borgandi farþega, boðsgesti eða aðra,“ segir í dómi Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert