Vetrarfærð og fljúgandi hálka

Það er víða hálka.
Það er víða hálka. mbl.is/RAX

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða él eða slydduél. Hálka kann sums staðar að vera með verra móti þar sem hiti er ofan frostmarks nokkuð víða.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Ófært er nyrst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót þar flæðir vatn yfir veg. Þá er Þingskálavegur (vegur 268) ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla. 

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu verður vægt frost á öllu landinu í nótt og einhver ofankoma á suðurhlutanum.

Það verður nánast úrkomulaust á öllu landinu á morgun og kólnar talsvert en spár gera til að mynda ráð fyrir átta gráðu frosti á Kirkjubæjarklaustri annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert