Niðurfelling skattamála staðfest

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Embættið staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að ...
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Embættið staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella fjölda skattamála niður eftir dóm Mannréttindadómstólsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu skattamála sem héraðssaksóknari hafði til skoðunar og hafði fellt niður. Málin voru felld niður eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar frá því í maí í fyrra þar sem tekist var á um tvöfalda refsingu.

Eftir að héraðssaksóknari felldi niður 62 af þeim 150 skattamálum sem embættið var með til rannsóknar ákvað embætti skattrannsóknarstjóra að kæra ákvörðunina í tengslum við sex málanna til ríkissaksóknara. Ákvörðun ríkissaksóknara lá svo fyrir fyrr í vikunni, en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir málalokin við mbl.is.

Í nóvember var greint nánar frá málunum 62 sem höfðu verið niðurfelld. Skattstofn þeirra nam samtals 9,7 milljörðum og var umfangsmesta málið upp á 2,2 milljarða, samkvæmt lista sem skattrannsóknarstjóri birti. Til viðbótar getur sekt í slíkum málum numið tvö­faldri og upp í tí­falda upp­hæð van­gold­inna skatta.

Málin tengjast meðal annars greiðslum frá erlendum félögum, vaxtatekjum, hlutabréfaviðskiptum, óheimilar úthlutunar frá lögaðila og vanframtalinna stjórnarlauna, auk vanframtalinna tekna.

Í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva komst Mannréttindadóm­stóll­inn að því að ekki væri hægt að refsa mönn­um tvisvar fyr­ir sama mál, en fyrst hafði skatt­ur verið endurákv­arðaður auk álags á þá Jón Ásgeir og Tryggva vegna skatta­laga­brota tengd­um Baugi og Gaumi. Síðar voru þeir dæmd­ir í skil­orðsbundið fang­elsi vegna máls­ins. Þannig var niðurstaða dóms­ins að þeir hefðu bæði hlotið refs­ingu frá skatt­in­um og ákæru­vald­inu sem byggðu á sama grunni.

Í nýju dóma­for­dæmi Hæsta­rétt­ar í sept­em­ber þar sem byggt var á niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins var niðurstaðan að mynda þyrfti samþætta heild í mál­um sem þess­um og var ákærði í mál­inu sak­felld­ur og sektaður til viðbót­ar við fyrri endurákvörðun. Hæstirétt­ur tel­ur því tvö­falda refs­ingu ekki ólög­mæta ef um samþætta heild máls­ins er að ræða.

Þegar ákvörðun héraðssaksóknara lá fyrir í nóvember sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að niðurstaðan að mál hafi verið felld niður sé fúl og „mik­il blóðtaka.“

Hluti mál­anna kom upp eft­ir að embættið festi kaup á er­lend­um gögn­um um meint skattaund­an­skot Íslend­inga er­lend­is. Bryn­dís seg­ir að þótt mál­in hafi verið felld niður hjá sak­sókn­ara, þá hafi kaup á gögn­un­um skilað tals­verðu. Þannig hafi stór hluti mál­anna verið af­greidd­ur af rík­is­skatt­stjóra og í flest­um mál­um hafi verið skatt­ur­inn verið endurákveðinn. Það sé aft­ur á móti í tengsl­um við mögu­lega sekt og ákæru sem stór hluti geti verið glataður.

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari sagði við mbl.is í dag að engar aðrar stærri ákvarðanir hefðu verið teknar varðandi niðurfellingu annarra skattamála sem embættið er með í rannsókn.

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »

Aldrei fundist jafn gaman í vinnunni

07:37 „Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Meira »

Verða í Reykjavíkurhöfn um hádegi

07:11 Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór kominn inn í Faxaflóa og von á að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík um hádegi. Meira »

Mikil bleyta á Reykjanesbraut

07:06 Varað er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suðaustur- og Austurlandi í dag en von er á þungbúnu og svölu veðri víða á landinu. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur rignt talsvert þar í nótt og er mikil bleyta á Reykjanesbrautinni sem situr í hjólförum sem getur verið varasamt og ökumenn beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Þrjár tilkynningar um borgarísjaka

06:58 Stjórnstöð siglinga hafa borist þrjár tilkynningar um borgarísjaka undanfarnar klukkustundir. Enginn þeirra er á sömu slóðum en gott skyggni er á miðunum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Með lyfjakokteil í blóðinu

05:53 Tíu ökumenn voru stöðvaðir af næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var með fimm tegundir fíkniefna í blóðinu, annar fjórar og sá þriðji var með þrjár tegundir eiturlyfja í blóðinu. Margir þeirra voru próflausir. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Kynlífsvörur 30% afsláttur af vörum ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkku...