Niðurfelling skattamála staðfest

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Embættið staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að ...
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Embættið staðfesti ákvörðun héraðssaksóknara um að fella fjölda skattamála niður eftir dóm Mannréttindadómstólsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu héraðssaksóknara um niðurfellingu skattamála sem héraðssaksóknari hafði til skoðunar og hafði fellt niður. Málin voru felld niður eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar frá því í maí í fyrra þar sem tekist var á um tvöfalda refsingu.

Eftir að héraðssaksóknari felldi niður 62 af þeim 150 skattamálum sem embættið var með til rannsóknar ákvað embætti skattrannsóknarstjóra að kæra ákvörðunina í tengslum við sex málanna til ríkissaksóknara. Ákvörðun ríkissaksóknara lá svo fyrir fyrr í vikunni, en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir málalokin við mbl.is.

Í nóvember var greint nánar frá málunum 62 sem höfðu verið niðurfelld. Skattstofn þeirra nam samtals 9,7 milljörðum og var umfangsmesta málið upp á 2,2 milljarða, samkvæmt lista sem skattrannsóknarstjóri birti. Til viðbótar getur sekt í slíkum málum numið tvö­faldri og upp í tí­falda upp­hæð van­gold­inna skatta.

Málin tengjast meðal annars greiðslum frá erlendum félögum, vaxtatekjum, hlutabréfaviðskiptum, óheimilar úthlutunar frá lögaðila og vanframtalinna stjórnarlauna, auk vanframtalinna tekna.

Í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva komst Mannréttindadóm­stóll­inn að því að ekki væri hægt að refsa mönn­um tvisvar fyr­ir sama mál, en fyrst hafði skatt­ur verið endurákv­arðaður auk álags á þá Jón Ásgeir og Tryggva vegna skatta­laga­brota tengd­um Baugi og Gaumi. Síðar voru þeir dæmd­ir í skil­orðsbundið fang­elsi vegna máls­ins. Þannig var niðurstaða dóms­ins að þeir hefðu bæði hlotið refs­ingu frá skatt­in­um og ákæru­vald­inu sem byggðu á sama grunni.

Í nýju dóma­for­dæmi Hæsta­rétt­ar í sept­em­ber þar sem byggt var á niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins var niðurstaðan að mynda þyrfti samþætta heild í mál­um sem þess­um og var ákærði í mál­inu sak­felld­ur og sektaður til viðbót­ar við fyrri endurákvörðun. Hæstirétt­ur tel­ur því tvö­falda refs­ingu ekki ólög­mæta ef um samþætta heild máls­ins er að ræða.

Þegar ákvörðun héraðssaksóknara lá fyrir í nóvember sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að niðurstaðan að mál hafi verið felld niður sé fúl og „mik­il blóðtaka.“

Hluti mál­anna kom upp eft­ir að embættið festi kaup á er­lend­um gögn­um um meint skattaund­an­skot Íslend­inga er­lend­is. Bryn­dís seg­ir að þótt mál­in hafi verið felld niður hjá sak­sókn­ara, þá hafi kaup á gögn­un­um skilað tals­verðu. Þannig hafi stór hluti mál­anna verið af­greidd­ur af rík­is­skatt­stjóra og í flest­um mál­um hafi verið skatt­ur­inn verið endurákveðinn. Það sé aft­ur á móti í tengsl­um við mögu­lega sekt og ákæru sem stór hluti geti verið glataður.

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari sagði við mbl.is í dag að engar aðrar stærri ákvarðanir hefðu verið teknar varðandi niðurfellingu annarra skattamála sem embættið er með í rannsókn.

mbl.is

Innlent »

Sofnaði undir stýri - vaknaði á umferðareyju

08:55 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni en engin meiri háttar slys á fólki. Ökumaður sem var á ferð á Reykjanesbraut við Bónus dottaði undir stýri og vaknaði upp við að hann var að aka upp á umferðareyju. Meira »

Dæmdur fyrir smygl á Þjóðhátíð

08:27 Héraðsdómur Suðurlands dæmdi karlmann á þrítugsaldri í gær í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna. Maðurinn er dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot en hann var handtekinn árið 2016 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með fíkniefni í ferðatösku. Meira »

Taki höndum saman

08:18 Fyrir um tvo milljarða króna á ári væri hægt að lyfta grettistaki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á Íslandi. Með því mætti binda svo mikið kolefni að mikið munaði um. Meira »

Vagnar og hlöður kosta 920 milljónir

07:57 Kostnaður við kaup Strætó á fjórtán rafmagnsstrætisvögnum sem væntanlegir eru á næstu mánuðum verður um 850 milljónir kr. Er þetta 350 milljónum króna lægri fjárhæð en fram kom í svari Strætó sem lagt var fram í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sjálfsafgreiðsla kynnt í Krónunni

07:37 Krónan tók í fyrradag í notkun fjóra sjálfsafgreiðslukassa í verslun sinni í Nóatúni 17 í Reykjavík. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, sagði að fleiri Krónuverslanir fylgdu fljótlega í kjölfarið. Meira »

Milt og vorlegt veður næstu daga

07:29 Spár gera ráð fyrir nokkuð vorlegu veðri á landinu öllu í dag. Hiti að deginum verður 3 til 10 stig, hlýjast á suðvesturhorninu. Meira »

Ofurölvi veittist að fólki

07:02 Karlmaður var vistaður í fangageymslu lögreglu eftir að hann var handtekinn í Austurstræti á þriðja tímanum í nótt þar sem hann var að veitast að fólki. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast. Meira »

Var til vandræða við Kringluna

07:18 Lögreglu barst tilkynning um ofurölvi mann sem var til vandræða við Kringluna laust fyrir klukkan hálf tvö í nótt. Maðurinn var handtekinn en þegar lögregluþjónar reyndu að aka manninum heim neitaði hann að yfirgefa lögreglubifreið. Meira »

Stálborg rífur stúku og stæði í Laugardal

05:30 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga að tilboði Stálborgar ehf. um rif á stúku og stæðum Valbjarnarvallar í Laugardal ásamt förgun og landmótun. Meira »

Vilja byggja á krónunni

05:30 „Við viljum halda forræði þjóðarinnar yfir stjórn peningamála og við viljum að áfram verði byggt á íslensku krónunni. Við höfnum þeirri hugmynd að taka upp aðra mynt og við höfnum þeirri hugmynd að Ísland eigi að ganga í ESB til að taka upp evruna.“ Meira »

Mikil vinna að svara fyrirspurnum

05:30 Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrir-spurnum frá alþingismönnum.  Meira »

Vegirnir molna og undirlagið brostið

05:30 Í Reykhólasveit eru sennilega verstu vegir landsins, segir Þráinn Hjálmarsson, skólabílstjóri þar í sveit.  Meira »

Kælibúnaður á heimsiglingunni

05:30 Ráðgert er að systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS, nýir togarar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, haldi heimleiðis frá Kína á þriðjudag. Meira »

106 félagsmenn án atkvæðisréttar

05:30 Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, gátu ekki kosið í formannskosningum félagsins í vikunni. Meira »

Hlýtt en vætusamt helgarveður

Í gær, 23:00 Það verður áfram milt í veðri um helgina og munu hiti ná tveggja stafa tölu sums staðar á landinu. Í dag mældist mesti hiti á landinu 13,1 gráða á Akureyri. Næsta sólarhringinn er útlit fyrir austan- og suðaustanátt, 5-13 metra á sekúndu. Meira »

Fær inngöngu í virt samtök

05:30 Ragnari Jónssyni, rannsóknarlögreglumanni og sérfræðingi á sviði blóðferla í tæknideild lögreglunnar, var á dögunum boðin innganga í The Association for Crime Scene Reconstruction, virt samtök sérfræðinga á sviði glæpa- og vettvangsrannsókna. Meira »

Höfuðborgarlistinn íhugar framboð í vor

05:30 Nýr listi sem ber heitið Höfuðborgarlistinn íhugar framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Höfuðborgarlistinn var skráður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra 27. febrúar síðastliðinn og er flokkaður undir starfsemi stjórnmálasamtaka. Meira »

Ráðherrar leituðu ráða vegna boðsferða

Í gær, 22:30 Á síðustu fimm árum hafa ráðherrar í ríkisstjórn leitað sex sinnum til forsætisráðuneytisins í þeim tilgangi að fá ráðleggingar um túlkun siðareglna. Tvö tilvikanna tengdust fyrirhuguðum boðsferðum sem ráðherrar fengu boð í. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
 
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...