Norðurljós og rafiðnaður

Í Hafnarfirði. Frá vinstri: Matteüs Abdalla, Helgi Rafnsson, Casper Toes …
Í Hafnarfirði. Frá vinstri: Matteüs Abdalla, Helgi Rafnsson, Casper Toes og Robbin Peezenkamp. mbl.is/Hari

Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna.

Þetta er í fyrsta sinn sem svona tenging á sér stað í íslenskum iðnaði í samvinnu við Raftækniskólann, en nemar í skólanum fá svipuð tækifæri í Hollandi í kjölfarið.

Raftækniskólinn hefur verið í samstarfi við þýskan skóla í 11 ár, en það hófst með þriggja landa samvinnu Íslands, Þýskalands og Finnlands. Til að byrja með voru íslensku nemendurnir í skóla og á vinnumarkaði ytra í þrjár vikur en undanfarin ár hafa þeir verið eina viku í vinnu og aðra í skóla. Auk þess hefur verið samvinna við skóla í Álaborg í Danmörku síðan í fyrra og meðal annars hafa skólar í Madríd, Noregi og á Kanaríeyjum óskað eftir samstarfi.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert