Hefði ekki gerst væri reglum fylgt

Farþegar með ferðaþjónustu fatlaðra eru stimplaðir bæði inn og út ...
Farþegar með ferðaþjónustu fatlaðra eru stimplaðir bæði inn og út úr bílunum og því á það ekki að fara framhjá bílstjóra að einhver sé enn í vagninum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er eiginlega ofar manns skilningi að þetta geti gerst,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Fyrirtækið fundaði í morgun um mál mikið fatlaðrar konu sem var skilin eftir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun er bílstjórinn brá sér heim í kaffi.

„Þetta virðist hafa verið ákveðinn athyglisskortur, því að öll tæki og tól voru til staðar til að sýna fram á að það væri farþegi í bílnum,“ segir hann.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að  konan, sem aka átti í gærmorgun af heimili hennar á sambýlinu Vættaborgum í Grafarvogi til vinnu að Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum, hefði verið skilin eftir í bílnum þegar bílstjórinn fór heim í kaffi. Þegar konan skilaði sér ekki til vinnu fóru verkferlar í gang hjá Lækjarási og kom þá í ljós að konan hafði verið sótt á sambýlið. Við nánari eftirgrennslan fannst konan, sem aldrei er skilin eftir ein vegna alvarlegrar flogaveiki, síðan ein og yfirgefin í bílnum.

Farþegar stimplaðir bæði inn og út

Jóhannes Svavar segir það þó hafa sýnt sig að ferlarnir sem fóru af stað eftir að konan skilaði sér ekki hafi virkað. „Í öllum bílum eru farþegar stimplaðir bæði inn og út úr bílnum, þannig að viðkomandi akstursaðili á að sjá að hann er ekki búin að stimpla út alla farþegana sem eru í bílnum.“ Hann bætir við að aukinheldur séu bílarnir ekki stórir og því sé það ofar sínum skilningi að bílstjórinn hafi ekki séð farþegann. „Atvikið hefði aldrei átt að geta gerst, ef farið hefði verið eftir verklagsreglum.“

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir alltaf fundað þegar svona ...
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir alltaf fundað þegar svona atvik koman upp og reynt að læra af þeim. Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð var um alvarleg atvik þegar Strætó og verktakar á vegum fyrirtækisins tóku yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu öllu utan Kópavogs um áramótin 2014-2015, en áður sá Strætó bara um þjónustuna í Reykjavík.

Jóhannes Svavar segir að þeir viðbragðsferlar og verklagsreglur sem settir voru í kjölfarið hafi sýnt sig vera að virka. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel síðan. Við erum að keyra hátt í 40.000 ferðir á mánuði og fáum að jafnaði kannski á bilinu 10-15 ábendingar um eitthvað sem betur má fara,“ segir hann. „Þetta er allt í rétta átt og við reynum náttúrulega bara að gera enn betur.“

Þess vegna skilji menn hjá Strætó ekki af hverju svona atvik séu nú að gerast aftur, en mbl.is greindi  frá því í síðustu viku að ferðaþjónustan hafi skilið unga stúlku sem var á leið á ball í félagsmiðstöð eftir eina fyrir utan skólann hennar að kvöldi til.

Álag ekki ástæðan að mati Strætó

„Í sumum tilvikum þá grípur mannlega höndin inn í og það verða einhver mistök sem enginn ferill eða verklagsregla virðist ná yfir um, þó að menn eigi að kunna þær,“ segir Jóhannes Svavar.

Fjöldi farþega sé svipaður og verið hefur og ekki hafi orðið breyting á verktökum, enda aðeins ákveðnir verktakar sem hafi farið í gegnum útboð sem megi sinna þjónustunni. „Það er frekar að þeir kvarti yfir verkefnaleysi,“ segir Jóhannes Svavar og kveður álag því ekki ástæðuna að mati Strætó.

20 verktakar með um 100 starfsmenn sinna ferðaþjónustu fatlaðra og eru þeir allt frá því að vera einyrkjar upp í að reka fyrirtæki með starfsmenn í vinnu. Jóhannes Svavar segir mjög ítarlega bakgrunnsskimun gerða á öllum sem sjái um akstursþjónustuna. „Við höfum líka heimild til að fá sérstakt sakarvottorð,“ segir hann og kveður fyrirtækið þannig geta fengið upplýsingar frá saksóknara komi eitthvað saknæmt fram. „Það er engin sem fær að vinna hér ef hann er brotlegur við ákveðnar reglur og það er mjög hart gengið eftir því.“   

Mannlegi þátturinn virðist hins vegar geta valdið mistökum „ef einhver einhverstaðar er ekki með nógu mikla athygli. Þá virðast hlutir gerast þó að það séu til skýrar verklagsreglur um ákveðna hluti, þá virðist svo vera að í einstaka tilvikum fari menn ekki eftir því. Þetta er hins vegar mjög viðkvæm þjónusta og viðkvæmur viðskiptavinahópur þannig að það má ekkert út af bregða,“ segir Jóhannes Svavar.

mbl.is

Innlent »

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum

14:06 Miðflokkurinn tapaði tæplega 16 milljónum króna samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem hefur verið skilað inn til Ríkisendurskoðunar og var birtur á vef stofnunarinnar í gær. Rekstur flokksins var 27,5 milljónir en tekjur um 11,8 milljónir. Samkvæmt ársreikningnum skuldaði Miðflokkurinn 17,2 milljónir við síðustu áramót. Meira »

„Sótti hann hálf dauðan heim til sín“

14:05 „Það verður eitthvað að gerast. Mér finnst þetta svo mikið lottó með líf fólks og mig langar ekki til að spila í því,“ segir Kristín Ólafsdóttir, móðir ungs manns sem vísað var úr framhaldsmeðferð í Vík í gær eftir að hafa skilað ófullnægjandi þvagprufu. Ekki greindust nein vímuefni í þvaginu. Meira »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Til sölu hurða opnari fyrir bílskúr . tegund: BERNAL Typ:BA 1000 ,þískur. 12...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...