Hefði ekki gerst væri reglum fylgt

Farþegar með ferðaþjónustu fatlaðra eru stimplaðir bæði inn og út ...
Farþegar með ferðaþjónustu fatlaðra eru stimplaðir bæði inn og út úr bílunum og því á það ekki að fara framhjá bílstjóra að einhver sé enn í vagninum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er eiginlega ofar manns skilningi að þetta geti gerst,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Fyrirtækið fundaði í morgun um mál mikið fatlaðrar konu sem var skilin eftir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun er bílstjórinn brá sér heim í kaffi.

„Þetta virðist hafa verið ákveðinn athyglisskortur, því að öll tæki og tól voru til staðar til að sýna fram á að það væri farþegi í bílnum,“ segir hann.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að  konan, sem aka átti í gærmorgun af heimili hennar á sambýlinu Vættaborgum í Grafarvogi til vinnu að Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum, hefði verið skilin eftir í bílnum þegar bílstjórinn fór heim í kaffi. Þegar konan skilaði sér ekki til vinnu fóru verkferlar í gang hjá Lækjarási og kom þá í ljós að konan hafði verið sótt á sambýlið. Við nánari eftirgrennslan fannst konan, sem aldrei er skilin eftir ein vegna alvarlegrar flogaveiki, síðan ein og yfirgefin í bílnum.

Farþegar stimplaðir bæði inn og út

Jóhannes Svavar segir það þó hafa sýnt sig að ferlarnir sem fóru af stað eftir að konan skilaði sér ekki hafi virkað. „Í öllum bílum eru farþegar stimplaðir bæði inn og út úr bílnum, þannig að viðkomandi akstursaðili á að sjá að hann er ekki búin að stimpla út alla farþegana sem eru í bílnum.“ Hann bætir við að aukinheldur séu bílarnir ekki stórir og því sé það ofar sínum skilningi að bílstjórinn hafi ekki séð farþegann. „Atvikið hefði aldrei átt að geta gerst, ef farið hefði verið eftir verklagsreglum.“

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir alltaf fundað þegar svona ...
Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir alltaf fundað þegar svona atvik koman upp og reynt að læra af þeim. Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð var um alvarleg atvik þegar Strætó og verktakar á vegum fyrirtækisins tóku yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu öllu utan Kópavogs um áramótin 2014-2015, en áður sá Strætó bara um þjónustuna í Reykjavík.

Jóhannes Svavar segir að þeir viðbragðsferlar og verklagsreglur sem settir voru í kjölfarið hafi sýnt sig vera að virka. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel síðan. Við erum að keyra hátt í 40.000 ferðir á mánuði og fáum að jafnaði kannski á bilinu 10-15 ábendingar um eitthvað sem betur má fara,“ segir hann. „Þetta er allt í rétta átt og við reynum náttúrulega bara að gera enn betur.“

Þess vegna skilji menn hjá Strætó ekki af hverju svona atvik séu nú að gerast aftur, en mbl.is greindi  frá því í síðustu viku að ferðaþjónustan hafi skilið unga stúlku sem var á leið á ball í félagsmiðstöð eftir eina fyrir utan skólann hennar að kvöldi til.

Álag ekki ástæðan að mati Strætó

„Í sumum tilvikum þá grípur mannlega höndin inn í og það verða einhver mistök sem enginn ferill eða verklagsregla virðist ná yfir um, þó að menn eigi að kunna þær,“ segir Jóhannes Svavar.

Fjöldi farþega sé svipaður og verið hefur og ekki hafi orðið breyting á verktökum, enda aðeins ákveðnir verktakar sem hafi farið í gegnum útboð sem megi sinna þjónustunni. „Það er frekar að þeir kvarti yfir verkefnaleysi,“ segir Jóhannes Svavar og kveður álag því ekki ástæðuna að mati Strætó.

20 verktakar með um 100 starfsmenn sinna ferðaþjónustu fatlaðra og eru þeir allt frá því að vera einyrkjar upp í að reka fyrirtæki með starfsmenn í vinnu. Jóhannes Svavar segir mjög ítarlega bakgrunnsskimun gerða á öllum sem sjái um akstursþjónustuna. „Við höfum líka heimild til að fá sérstakt sakarvottorð,“ segir hann og kveður fyrirtækið þannig geta fengið upplýsingar frá saksóknara komi eitthvað saknæmt fram. „Það er engin sem fær að vinna hér ef hann er brotlegur við ákveðnar reglur og það er mjög hart gengið eftir því.“   

Mannlegi þátturinn virðist hins vegar geta valdið mistökum „ef einhver einhverstaðar er ekki með nógu mikla athygli. Þá virðast hlutir gerast þó að það séu til skýrar verklagsreglur um ákveðna hluti, þá virðist svo vera að í einstaka tilvikum fari menn ekki eftir því. Þetta er hins vegar mjög viðkvæm þjónusta og viðkvæmur viðskiptavinahópur þannig að það má ekkert út af bregða,“ segir Jóhannes Svavar.

mbl.is

Innlent »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestun á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp að sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu meðlimir sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »

Tæpri 61 milljón úthlutað í styrki

Í gær, 16:51 Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi. Meira »

Ekki vitað hve margir fá endurgreitt

Í gær, 16:39 Enn er ekki ljóst hversu margir gætu átt rétt á leiðréttingu greiðslna frá Tryggingastofnun vegna ágalla í útreikningi örorkulífeyris þeirra sem hafa búið hluta ævinnar erlendis. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar, segir í samtali við mbl.is þetta meðal þess sem kom fram á fundi nefndarinnar. Meira »

Málskotsbeiðni lögreglumanns hafnað

Í gær, 16:19 Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni lögreglumannsins Jens Gunnarssonar, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti í lok nóvember. Landsréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl 2017. Meira »

Lögreglan lýsir eftir Toyota Corolla

Í gær, 15:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rauðri Toyota Corolla með skráningarnúmerið NN568, árgerð 2003, sem var stolið á Rauðarárstíg í Reykjavík síðdegis í gær. Meira »