Fyrsta skemmtiferðaskipið komið

Magellan við bryggju í Sundahöfn.
Magellan við bryggju í Sundahöfn. mbl.is/Eggert

Fyrsta skemmtiferðaskipið ársins, Magellan, lagðist við bryggju í Sundahöfn í morgun.

Áætlað er að það hafi sólahringsviðdvöl í Reykjavík.

Skipið er 221 metra langt og 28 metra breitt. Það er 40.052 tonn og farþegarými skipsins er fyrir 1.452 farþega.

Hin eiginlega vertíð skemmtiferðaskipa hefst þó ekki fyrr en 3. maí með komu Celebrity Eclipse sem er risaskip með um 3.000 farþega.

Áætlaðar eru komur 169 skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna sf. á þessu ári með heildarrými fyrir 147 þúsund farþega.

Til samanburðar komu 135 farþegaskip til Faxaflóahafna á síðasta ári með 128 þúsund farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert