Ógnuðu öryggisverði með hnífi

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Brotist var inn í tölvuverslunina Kísildal í Síðumúla snemma í morgun. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns fór öryggiskerfi verslunarinnar í gang og þegar öryggisvörður kom á staðinn mætti hann innbrotsþjófunum sem ógnuðu honum með hnífi. 

Jóhann Karl segir að þjófarnir, sem voru tveir eða þrír, hafi verið með eitthvað í höndunum þegar þeir hlupu í flasið á öryggisverðinum og þegar hann reyndi að stöðva þá dró einn þeirra upp hníf og beindi að honum. 

Þjófarnir komust undan og er nú leitað af lögreglu en ekki er vitað hversu mikill ránsfengurinn var því eitthvað af honum fannst fyrir utan verslunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert