Þungfært á Hólasandi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó á köflum á Suðurnesjum og Suðurstrandavegi.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir í Borgarfirði en hálka eða hálkublettir á Snæfellsnesi og í Dölum. Ófært er á Útnesvegi en unnið að hreinsun.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum.

„Vegir eru nánast auðir í Húnavatnssýslu en hálka er á Þverárfjalli og hálka eða hálkublettir víða í Skagafirði. Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en þungfært á Hólasandi.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Austurlandi og éljagangur eða snjókoma á Fjörðunum. Það er hálka í Hvalnesskriðum og hálkublettir á köflum með suðausturströndinni,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert