Sokkarnir biðu veðurtepptir í viku á flugvellinum í Dyflinni

Mottumars sokkar.
Mottumars sokkar.

„Sokkarnir voru veðurtepptir í Dyflinni í viku sökum snjóa, því tafðist salan á þeim aðeins í byrjun,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um sölu á sokkum til styrktar Mottumars.

„Það gengur mjög vel að selja sokkana, en það er ennþá nóg til. Pökkunardeildin í Skógarhlíðinni leggur sig fram nánast dag og nótt,“ segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Safnað er fyrir „Karlaklefanum“, vefgátt fyrir karla til upplýsingar um krabbamein. Halla segir rannsóknir sýna að karlmenn nýti sér upplýsingar, stuðning og ráðgjöf á annan hátt en konur og félagið vilji mæta því með vefsvæði fyrir karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert