Básinn á Verk og vit kostaði 12,8 milljónir

Bás Reykjavíkurborgar vakti mikla athygli á sýningunni Verk og vit. …
Bás Reykjavíkurborgar vakti mikla athygli á sýningunni Verk og vit. Var básinn kjörinn sá athyglisverðasti af sýningarhöldurum. Ljósmynd/Verk og vit

Sýningarbás Reykjavíkurborgar á sýningunni Verk og vit, sem haldin var í fjórða skipti í Laugardalshöll 8.-11. mars sl., kostaði 12,8 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Hrólfs Jónssonar, skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar.

Sýningarbás borgarinnar var verðlaunaður sem athyglisverðasti básinn á sýningunni. Alls sóttu um 25 þúsund manns sýninguna, sem er fjölgun frá síðustu sýningu, 2016, um tvö þúsund manns.

Reykjavíkurborg var eina sveitarfélagið sem tók þátt í sýningunni. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hrólfur að borgin hafi alltaf tekið þátt í sýningunni, en hún er haldin annað hvert ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert