Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku.
Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Fjórir karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbrotum í umdæminu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrír mannanna voru handteknir í síðustu viku, en sá fjórði í lok febrúar.

Fram kom í tilkynningu lögreglu frá því á miðvikudag að rannsókn hennar á fjölda innbrota miðaði vel en væri gríðarlega umfangsmikil. Ljóst er að verðmæti stolinna muna hleypur á milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert