106 félagsmenn án atkvæðisréttar

Matvís. Félagsmenn fengu ekki að kjósa sér formann í vikunni.
Matvís. Félagsmenn fengu ekki að kjósa sér formann í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls 106 félagsmenn í Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, gátu ekki kosið í formannskosningum félagsins í vikunni.

Um er að ræða félagsmenn sem greiða full gjöld í félagið en teljast aukafélagar í skilningi laga Matvís, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í lögum félagsins er kveðið á um að aukafélagar skuli hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en njóti ekki atkvæðisréttar og kjörgengis. Á vettvangi Matvís hafa ekki verið haldnar formannskosningar í tæp 29 ár og því mun stór hópur félagsmanna hafa uppgötvað fyrst í nýafstöðnum kosningunum að þeir væru ekki með atkvæðisrétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert