Höfuðborgarlistinn íhugar framboð í vor

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýr listi sem ber heitið Höfuðborgarlistinn íhugar framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Höfuðborgarlistinn var skráður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra 27. febrúar síðastliðinn.

Á vef Ríkisskattstjóra er Björg Kristín Sigþórsdóttir skráð stjórnarformaður félagsins. Þegar Morgunblaðið óskaði upplýsinga um framboðið svaraði hún því játandi að unnið væri að framboði fyrir komandi kosningar.

Björg Kristín er í forsvari fyrir listann að hennar sögn. Þá er málefnavinna hafin og verða frekari upplýsingar veittar síðar. Ekki fengust svör að sinni um stefnumál listans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert