Hvetur loftslagshreyfinguna til að taka höndum saman

Úlfar Steindórsson og Páll Þorsteinsson hjá Toyota á Íslandi ræða …
Úlfar Steindórsson og Páll Þorsteinsson hjá Toyota á Íslandi ræða málin. Hjá þeim situr Hlynur Óskarsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Eggert Jóhannesson

Fyrir um tvo milljarða króna á ári væri hægt að lyfta grettistaki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á Íslandi. Með því mætti binda svo mikið kolefni að mikið munaði um.

Þetta kom fram í máli Árna Bragasonar landgræðslustjóra á vinnustofu Toyota á Íslandi um loftslagsmál. Voru þar samankomnir sérfræðingar sem ræddu ýmsar hliðar loftslagsmála.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, hvetur loftslagshreyfinguna til aukinnar samstöðu í baráttunni. „Við höfum hér hlustað á sérfræðinga sem velta því daglega fyrir sér hvernig draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá ýmist með mótvægisaðgerðum, á borð við skógrækt og endurheimt votlendis, eða með því að draga úr losun. Eftir að hafa hlustað á ræður þeirra er auðséð að ekki þarf mikla fjármuni til að ná miklum árangri,“ segir Úlfar í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert