Tekjulágir fái persónuafslátt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að endurskoðun tekjuskattskerfisins sé nú að hefjast hjá hópi sérfræðinga, samanber yfirlýsingu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu félagslegs stöðugleika í tilefni af mati á kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.

Bjarni kynnti áætlunina á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. „Við höfum ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem mun fara í greiningarvinnu. Síðan verðum við með stýrihóp, með aðkomu fjármála- og efnahagsráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og forsætisráðuneytis,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið í gær.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir fjármálaráðherra að í þeirri vinnu sem nú er að hefjast, þar sem tekjuskattslækkun í lægra þrepi verður undirbúin, verði lögð áhersla á að kalla eftir sjónarmiðum frá vinnumarkaðnum, um fyrirhugaðar breytingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert