Skora á stjórnvöld að stórefla skógræktina

Falleg litbrigði jarðar í skógi við Mógilsá við Kollafjörð.
Falleg litbrigði jarðar í skógi við Mógilsá við Kollafjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

Raunhæft er að binda eina milljón tonna af koltvíoxíði árlega í íslenskum skógum um miðja öldina. Um leið mætti stórauka tekjur af skógrækt.

Þetta segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, og vísar til tækniþróunar. Á næstu áratugum muni lífræna hagkerfið taka við af olíuhagkerfinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skógræktin, Landssamtök skógareigenda og Skógræktarfélag Íslands stóðu fyrir fundi á alþjóðlegum degi skóga í gær. Þar voru kynntar tvær sviðsmyndir um skógrækt á öldinni. Annars vegar óbreytta nýskógrækt og hins vegar fjórfjöldun frá því sem nú er. Með óbreyttri nýskógrækt muni kolefnisbindingin fara yfir hálfa milljón tonna í kringum 2040 en dala síðan áður en hún vaxi á ný. Með því hins vegar að fjórfalda skógræktina verði stöðug aukning í bindingunni út þessa öld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert