Mikil skjálftavirkni í Öræfajökli

Öræfajökull. Meira skelfur en verið hefur.
Öræfajökull. Meira skelfur en verið hefur. mbl.is/RAX

Skjálftavirkni er enn viðvarandi í Öræfajökli. Það sem af er þessum mánuði hafa þar mælst alls fjórtán jarðskjálftar yfir 1,2 að stærð. Aðeins tvisvar áður hafa fleiri skjálftar mælst í mánuði, það var í haust.

Þá lýstu almannavarnir yfir óvissustigi vegna hættu á eldsumbrotum og flóðum og hefur því ekki verið aflétt. Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi í Öræfajökli síðan haustið 2016 og síðustu mánuðina hefur hún verið meiri en nokkru sinni síðan mælingar hófust fyrir fjórum áratugum.

„Yfirleitt hafa hræringar verið litlar í Öræfajökli og öskju hans svo þessir skjálftar nú segja okkur að full ástæða er til að fylgjast vel með framvindunni,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert