Staða ríkissjóðs aldrei verið traustari

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stjórnvöld nú geta bætt framlög til ...
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stjórnvöld nú geta bætt framlög til margra málaflokka án þess að íþyngja ríkissjóði. mbl.is/Hari

Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið traustari og landsframleiðsla hefur aldrei verið hærri, auk þess sem hröð lækkun skulda hefur skapað svigrúm til að nota fjármuni sem áður fóru í vaxtagreiðslur í uppbyggingu innviða og auka framlög til ýmissa málaflokka. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á kynningu á nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fjármálaráðuneytinu nú síðdegis.

„Það sem hefur verið að gerast á undaförnum árum er að landsframleiðsla hefur verið að vaxa mjög mikið og við höfum fengið mikla fjölbreytni í störf í landinu og hagvöxtur hefur verið með ágætum. Á sama tíma höfum við lagt áherslu á að greiða upp skuldir og það hefur svo bætt lánastöðu ríkissjóðs,“ sagði fjármálaráðherra og kvað vaxtakjör íslenskra stjórnvalda erlendis ekki hafa verið betri.

„Þetta hefur skapað meiri tekjur og lækkað vaxtabyrðina og það hefur skapað svigrúm fyrir nýjar áherslur sem að við ætlum að nota til þess að fara í innviðafjárfestingu og styðja auðvitað við málefnasvið ríkisstjórnarinnar,“ sem eru t.a.m. sviði félagsmála, menntamála, ferðamála, umhverfismála, löggæslu. „Á öllum þessum sviðum erum við að sjá tækifæri til að bæta framlögin án þess að það íþyngi ríkissjóði,“ sagði Bjarni.

Tekjuaukning vegna launahækkana undanfarinna ára

Útgjöld og tekjur séu nú að vaxa á sama hraða. Sagði hann tekjur vera að aukast vegna aukinna umsvifa, en miklar launahækkanir undanfarinna ára séu að skila tekjuaukningu upp á 40 milljarða króna á ári.

„Það er athyglisvert hvað þær eru að hækka þrátt fyrir þessar aðgerðir sem við erum að boða,“ bætti hann við, en fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir milljarða skattalækkun. „Við erum að gera ráð fyrir 1% lækkun neðra þreps tekjuskatts og 0,25% lækkun tryggingagjalds strax frá næstu áramótum.“

Þá sé einnig verið að gera ráð fyrir frekari ívilnunum vegna rannsókna- og þróunar, fella eigi niður virðisaukaskatt á bækur og eins færist höfundaréttargreiðslur yfir í fjármagnstekjuskatt frá árinu 2020. Þá eigi einnig að draga úr tímabundnum skatti sem lagður var á skuldabréf bankanna. „Hann verður þrepaður niður til að jafna samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja í landinu.“

Bjarni benti einnig á að samspil bóta-og skattkerfis sé orðið flókið og stjórnvöld vilji leita leiða til að einfalda það. „Mér finnst til að mynda umhugsunarvert við höfum á undanförnum árum verið með kerfi þar sem erum á sama tíma í þriðja tekjuskattsþrepinu með fólk og við greiðum því sama fólki barnabætur. Þetta finnst mér vera að stangast töluvert mikið á.“ Hann vilji halda áfram að einfalda kerfið og tryggja um leið að stjórnin sé að ná markmiðum sínum.

Æskilegt að fara að botna umræðuna

Í fjármálaáætluninni er einnig gert ráð fyrir komugjaldi af ferðamönnum frá árinu 2020. Bjarni segir ekki enn liggja fyrir hvernig sú gjaldtaka verði útfærð. „Við ætlum að nýta tímann vel til að útfæra það kerfi,“ segir hann.

Spurður hvort að raunhæft sé að gjaldtökuhugmyndir nái í gegn núna, segist hann telja svo vera. „Ég finn sömuleiðis fyrir því hjá ferðaþjónustunni að það er mjög æskilegt að fara að botna þessa umræðu. Við erum ekki að horfa hér til mjög umfangsmikillar gjaldtöku eða skattlagningar á greinina, heldur sanngjarns framlags vegna beins kostnaðar sem ríkið er að verða fyrir.“ Samtalið þurfi að sínu mati að m.a. að snúast um það hversu skýrt samhengi er á milli framlags ferðaþjónustunnar og fjárfestingar sem ráðast þurfi í vegna fjölgunar ferðamanna. „Það er alveg ljóst að þegar við erum farin að horfa á nærri þrjár milljónir ferðamanna koma til landsins þá reynir víða gríðarlega á samfélagslega innviði.“ Það álag sé ekki  bara á ferðamannastöðunum sjálfum, heldur í umferðinni, landamæravörslu og sjúkrahúsþjónustu svo dæmi séu tekin.

Segir hann ýmsar tillögur hafa verið kortlagðar hjá stjórnstöð ferðamála sem sé samráðsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífsins um málið. „Ég held að við höfum, gróft séð, dregið upp á borðið allar tillögur sem þar hafa komið fram en við höfum ekki tekið af skarið með neina útfærslu.“

Arðgreiðslur verið vanmetnar

Fjármagna á fjármálaáætlunina m.a. með  óreglulegum arðgreiðslur frá fjármögnunarstofnunum. Spurður hversu tryggar þær áætlanir geti verið segist Bjarni telja þær nokkuð öruggar. „Við erum að reyna að bæta áætlanagerðina,“ segir hann.

„Á undanförnum árum hefur ítrekað komið fram á þingi eftir framlagningu fjárlagafrumvarps sú skoðun  að við séum verulega að vanmeta væntanlegar arðgreiðslur, sérstaklega frá fjármálafyrirtækjum. Það hefur komið á daginn að við höfum verið að vanmeta þær og við höfum raunar talið hér í fjármálaráðuneytinu ábyrgt að vera með varfærna spá um arðgreiðslur frá fjármálafyrirtækjum.“

Að þessu sinni hafi hins vegar verið lagt í sérstaka vinnu við að kalla eftir nákvæmari áætlanagerð. „Við gerðum það í samstarfi við Bankasýsluna, sem óskaði eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjunum um þeirra spár varðandi arðgreiðslur á komandi árum. Okkar áætlun í þessu efni byggir á þessu safni upplýsinga.“

Einnig er gert ráð fyrir auknum tekjum frá sveitarfélögum í áætluninni og segist Bjarni telja raunhæft að gera ráð fyrir þeirri aukningu. „Það hefur tekist samkomulag um breyttar áherslur þar,“ segir hann. Aukningin sem um ræði feli í sér að framlag sveitastjórnarstigsins í heild nemi 0,2% af landsframleiðslu í stað 0,1% nú. „Það er ekki mjög dramatísk breyting, en skiptir engu að síður máli varðandi heildarafkomuna. Það sama er líka að gerast hjá sveitarfélögum og við höfum séð gerast hjá ríkinu. Miklar launahækkanir undanfarinna ára eru að skila auknum útsvarstekjum.“

mbl.is

Innlent »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Í gær, 18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Í gær, 18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

Í gær, 18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

Í gær, 17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

Í gær, 16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

Í gær, 15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

Í gær, 15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

Í gær, 15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

Í gær, 14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Fullbúin íbúð til leigu til áramóta !
Íbúðin er 3ja herb. í Norðlingaholti á efstu hæð með lyftu. leigist með húsgö...
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...