Minna brunatjón hér en erlendis

Frá brunanum í Fákafeni 2002. Meira en sólarhring tók að …
Frá brunanum í Fákafeni 2002. Meira en sólarhring tók að ráða við eldinn í verslunar- og lagerhúsnæði. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stórbrunar eru fátíðir hér á landi og miðað við nágrannalöndin er manntjón og eignatjón í brunum hér helmingi minna en þar miðað við mannfjölda. Þetta segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, í samtali við Morgunblaðið. Eldvarnasvið stofnunarinnar hefur yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og gætir þess að ákvæðum laga og reglugerða um brunavarnir sé fylgt.

„Við verðum sífellt að halda vöku okkar á þessu sviði,“ segir Björn, en telur þó brunavarnamál í stórum dráttum í góðu lagi hér á landi. Hann telur að þetta megi m.a. rekja til steyptra húsa, hitaveitu og þess hve samfélagið er fámennt og mikil tengsl á milli fólks. Veikleikarnir séu einkum hjá minni sveitarfélögum vegna gríðarlegs uppgangs í ferðaþjónustu og fjölgunar gististaða. Víða úti á landi skorti mjög á að nægir fjármunir séu til eldvarnaeftirlits á nýjum stöðum.

Bruninn í Miðhrauni í Garðabæ í gær er einn mesti eldsvoði sem slökkviliðin í Reykjavík og nágrenni hafa orðið að takast á við á síðustu árum. Þar varð mörg hundruð milljóna tjón og ekki öll kurl komin til grafar. Aðrir minnisverðir stórbrunar í Reykjavík undanfarin ár eru eldsvoðinn í Skeifunni í júlí 2014, hjá Hringrás í Klettagörðum í júlí 2011, við Lækjartorg í apríl 2007 og hjá Teppalandi í Fákafeni í ágúst 2002.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert