Illa svikin af hóteli í Rússlandi

Stuðningsmenn Íslands í Marseille á EM Í Frakklandi. Þeir verða ...
Stuðningsmenn Íslands í Marseille á EM Í Frakklandi. Þeir verða líklega eitthvað færri sem fylgja landsliðinu til Rússlands. AFP

„Við erum búin að tapa vel á þessu,“ segir Dísa Viðarsdóttir sem var illa svikin af hóteli í Rostov við Don í Rússlandi, en hún og maðurinn hennar höfðu bókað gistingu þar vegna Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar. Bókun fyrir tveimur hótelherbergjum var gerð ógild mánuði eftir að þau höfðu gengið frá henni, því hótelið áttaði sig á því að hægt var að fá mun hærra verð fyrir herbergin. Dísu stóð svo til boða að gera nýja bókun og borga margfalt hærra verð.

„Við undirbjuggum okkur mjög vel og pöntuðum allt með góðum fyrirvara. Við pöntuðum um leið og það var búið að draga í riðla og við vissum hvar Ísland var að spila. Við ætluðum að gera þetta eins ódýrt og hægt var. Að fara til Rússlands er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi, ekki í svona svaka ferð. Það er „once in a liftime“ að taka svona pakka,“ segir Dísa í samtali við mbl.is. 

„Við bókuðum allt 2. desember, flug og hótelgistingu. Við eigum nefnilega miða á fjóra leiki. Þetta var mjög vel skipulegt hjá okkur því við ætluðum ekki að vera sein fyrir með neitt. Við vissum að verð á flugi og hótelgistingu myndi fara upp úr öllu valdi þegar nær drægi.“ 

Ógiltu bókunina og hækkuðu verðið

Þau bókuðu meðal annars gistingu í gegnum Booking.com á Hotel Kolibri í Rostov við Don, þar sem Ísland leikur á móti Króatíu þann 26. júní. „Við bókuðum þar tvö hótelherbergi, fyrir okkur og vini okkar, fjórar nætur, 23. til 27. júní. Við fengum það á svaka góðu verði. Við höfum notað Booking.com í mörg ár og stóðum í þeirri meiningu að við gætum verið örugg með það verð sem kemur upp þegar bókað er. Þannig hefur það allavega alltaf verið.“

Dísa er mjög ósátt við framgöngu Booking.com í málinu.
Dísa er mjög ósátt við framgöngu Booking.com í málinu. Mynd/Aðsend

Mánuði síðar, snemma í janúar, fékk Dísa hins vegar póst frá hótelinu þar sem kom fram að bókunin þeirra yrði gerð ógild. Þeim stóð þó til boða að bóka sömu herbergi aftur á margfalt hærra verði. Eitthvað sem þau voru að sjálfsögðu ekki til í.

„Þá voru þeir búnir að átta sig á því að þeir gátu selt hótelherbergin á miklu hærra verði. Þeir virtust hafa áttað sig á því frekar seint og vildu hækka verðið upp úr öllu valdi. Þeir mega það auðvitað ekkert,“ segir Dísa sem er vægast sagt ósátt og svekkt vegna málsins.

Var sagt að hafa ekki áhyggjur

Þau settu sig strax í samband við Booking.com til kanna hvort fyrirtækið myndi ekki aðstoða þau með þetta mál. „Við töluðum við fullt af fólki, okkur var hent á milli þjónustufulltrúa. Það virðist ekkert skipulag vera á því hvernig haldið er utan um hvert mál hjá þeim. Við töluðum við fólk í Englandi, Rússlandi og á Spáni. Það var rosalega erfitt að fá að tala við einhvern sem gat svarað einhverju. Þeir töluðu samt alltaf um að þetta væri ekki í lagi. Hótelið mætti ekki hætta við okkar bókun og hækka verðið. Við fengum alltaf þær upplýsingar að rétturinn væri okkar megin. Við myndum ekki tapa á þessu. Við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur.“

Dísa, maðurinn hennar og vinafólk þeirra fá ekki að sjá ...
Dísa, maðurinn hennar og vinafólk þeirra fá ekki að sjá strákana okkar leika á móti Krótatíu í HM í sumar. mbl.is/Eggert

Að sögn Dísu tók um mánuð að fá niðurstöðu í málið og þegar upp var staðið virtist Booking.com hafa staðið með hótelinu og firrti sig allri ábyrgð. „Við létum lögfræðing senda póst fyrir okkur en fengum að lokum þau svör að fyrirtækið gæti ekki gert neitt í þessu fyrir okkur. En ef við vildum fara lengra með málið þá væri það sjálfsagt. Þannig við töpuðum þessu. Booking.com sveik okkur jafn mikið og hótelið. Maður heldur að maður sé tryggður með svona millilið en svo reyndist ekki vera.“

Missa af leiknum og tapa peningum

Dísa, maðurinn hennar og vinafólk þeirra eru því ekki á leið á leik Íslands og Króatíu í Rostov eins og til stóð. „Það er auðvitað ekkert hægt að fá gistingu þar núna nema fyrir morðfjár. Þannig við töpum því sem við borguðum fyrir flugið og miðana á leikinn. Það var ástæða fyrir því að skipulögðum okkur og bókuðum með svona góðum fyrirvara, það var af því vildum ekki lenda í veseni,“ segir Dísa, en hún veit um fleiri sem hafa lent í svipuðu í tengslum við bókanir á önnur hótel í Rostov.

Ekkert hefur breyst varðandi bókanir á öðrum hótelherbergjum sem þau pöntuðu á sama tíma, en Dísa viðurkennir að hún sé stressuð um að vandamál kunni að koma upp. „Maður veit ekkert hvort það verður í lagi eða hvort það verður sama vesenið þegar nær dregur. Þau hótelherbergi voru reyndar bókuð í gegnum Dohop.com. Ég hef notað Booking.com rosalega mikið, þannig það var ekki eins og ég væri að gera þetta í fyrsta skipti. Nú er ég algjörlega búin að missa álitið á þessu fyrirtæki og mun ekki bóka í gegnum þá aftur.“

Dísa segir leiðindin með bókunina og þá staðreynd að þau missa af einum leik aðeins hafa skyggt á gleðina og tilhlökkun vegna ferðarinnar.

„Þetta er voðalega leiðinlegt og búið að skemma mikið fyrir okkur og öðrum. Við höfum hlakkað rosalega til en þetta hefur skyggt á gleðina.“

Hótel í Moskvu sagði kortinu hafa verið synjað

Það virðist þó ekki vera einskorðað við hótel í Rostov við Don að ógilda bókanir á hótelherbergjum og hækka verðið. Sigurður Hjaltested lenti í svipuðu með herbergi sem hann bókaði í Moskvu vegna HM. „Ég bókaði hótel 1. desember og fékk svo meldingu eftir áramót um að kortið mitt virkaði ekki og ég hefði 24 tíma til að laga það. 5 mínútum síðar fékk ég afbókun a hótelinu vegna þess að synjun hefði komið á kortið,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is

Hann fullyrðir að ekkert hafi verið að kortinu hans og þar á auki hafi ekki átt greiða fyrir hótelherbergið fyrr en við komu.

Sigurður pantaði einnig í gegnum Booking.com og segir fyrirtækið algjörlega hafa staðið með hótelinu. Það hafi ekkert viljað aðstoða hann. „Hótelið hafði svo samband við mig og bauð mér að endurnýja bókun fyrir hótelherbergið, en þá var búið að margfalda verðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður ætti ekki að hafa áhrif á kjörsókn

Í gær, 23:06 Útlit er fyrir vætusaman kjördag á öllu landinu á morgun, að minnsta kosti framan af degi. „Það er þessi mikla úrkoma á sunnan- og vestanverður landinu í fyrramálið og svo rignir áfram suðvestantil alveg fram á kvöld en styttir upp á Norðvestur- og Norðurlandi,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is Meira »

Stofnendur WOW Cyclothon þáðu björgun

Í gær, 22:45 Þátttakendur í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon munu safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg, annað árið í röð. Í keppninni, sem verður haldin í sjöunda sinn dagana 26. - 30. júní , hjóla einstaklingar og lið hringinn í kringum Ísland. Meira »

Um 20.000 hafa kosið utan kjörfundar

Í gær, 22:28 Um 20.300 manns hafa kosið utan kjör­fund­ar á land­inu öllu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 13.296 kosið hjá embætt­inu. Í dag kusu 2318 manns í utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sem fer fram í versl­un­ar­miðstöðinni Smáralind. Meira »

„Þetta eru ansi langar pípur“

Í gær, 22:06 Tekist var hart á í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem oddvitar framboðanna í Reykjavík ræddu um þau málefni sem helst hafa verið til umræðu í kosningabaráttunni undanfarnar vikur og mánuði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna á morgun. Meira »

75 ára gekk einn á Hvannadalshnúk

Í gær, 21:15 „Þetta er mest tilviljanakenndi hlutur sem ég hef nokkurn tíma lent í,“ segir fjallaleiðsögumaðurinn Sigurður Ragnarsson í samtali við mbl.is, sem varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann rakst á hinn 75 ára Luigi Rampini á Hvannadalshnúk. Meira »

Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning

Í gær, 20:59 Samn­inga­nefnd­ir Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­bands Íslands vegna Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara (FG) und­ir­rituðu nýj­an kjara­samn­ing síðdeg­is. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn gildi til 30. júní 2019. Meira »

Mokka fagnar sextíu árum

Í gær, 20:35 Mokka-Kaffi var opnað 24. maí 1958 og átti því 60 ára afmæli í gær. Hjónin Guðný Guðjónsdóttir og Guðmundur Baldursson stofnuðu staðinn en börnin þeirra sjá að stórum hluta um hann í dag. Meira »

Tífaldur pottur í Eurojackpot í næstu viku

Í gær, 20:16 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Potturinn verður því tífaldur í næstu viku. Fjórir skiptu með sér öðrum vinningi og hlýtur hver 287 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir á Ítalíu, einn í Danmörku og einn í Þýskalandi. Meira »

Heldur einn í ævintýraför

Í gær, 20:05 „Ert þú ekki að fara?“ var það fyrsta sem Kristófer Arnar Einarsson, stuðningsmaður Liverpool, sagði þegar blaðamaður ræddi við hann. Kristófer er „að sjálfsögðu“ á leið til Kiev þar sem Liverpool mætir Real Madríd í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld. Meira »

Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum

Í gær, 20:04 „Við erum heppin núna þar sem síðast þegar það kom svona mikil úrkoma var svo mikill klaki alls staðar að það urðu flóð hér og þar í borginni,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Gert er ráð fyrir óvenjumikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi í nótt og alla helgina. Meira »

Eitt bréf getur svipt fólk lífsviðurværinu

Í gær, 18:35 „Bráðavandi fólks í dag snýr að húsnæði,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á opnum fundi sem haldinn var á Hotel Natura í dag. Ragnar Þór og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ræddu húsnæðisvandann og fátækt í Reykjavík. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Í gær, 18:29 Sjö flokkar verða með fulltrúa í borgarstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir Rúv. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,3 prósenta fylgi og er stærsti flokkurinn í borginni. Samfylkingin fær næstmest fylgi samkvæmt könnuninni, eða 26 prósent. Meira »

Allt gert til að börnin tjái sig ekki

Í gær, 18:20 „Við þurfum að ræða hvort sakamálalögin verndi brotaþola nægilega mikið og tryggi réttindi þeirra,“ sagði yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, í erindi sínu „Skýrslutaka af barni á rannsóknarstigi“ á ráðstefnu um kynferðisbrot sem haldin var í dag. Meira »

Vilja gera Sigríði að heiðursborgara

Í gær, 18:15 Tillaga hefur verið lögð fram af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum í Skagafirði um að Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar, verði gerð að heiðursborgara sveitarfélagsins fyrir starf sitt að safnamálum og menningarmálum undanfarna þrjá áratugi og brautryðjendastarf við uppbyggingu safnsins. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

Í gær, 18:05 Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurði Kristinssyni, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS húsa, frá 18. maí en hann er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Meira »

Sumarlokanir á LSH lengri en í fyrra

Í gær, 17:58 Gera má ráð fyrir að lokanir á deildum Landspítala vegna sumarleyfa verði lengri í ár en í fyrra. Þetta kemur fram í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Meira »

Líkamsleifarnar af Arturi

Í gær, 17:50 Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Meira »

Fimmtán skráningar felldar niður

Í gær, 16:37 Þjóðskrá Íslands hefur fellt niður lögheimilisskráningar 15 af þeim 18 einstaklingum sem skráðu lögheimili sitt í Árneshreppi á stuttu tímabili í vor. Tvær skráningar voru samþykktar, þar af annað málið á grundvelli endurupptökuheimildar, og í einu máli sendi einstaklingur beiðni um leiðréttingu sem var samþykkt. Meira »

Segir rök Vilhjálms ekki sannfærandi

Í gær, 16:27 „Þetta er að mínu mati alveg fjarstæðukennt,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, um áform Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, verjanda Guðmundar Andra Ástráðssonar, að vísa máli skjólstæðings síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »
Bílalyftur Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
JEMA lyftur .Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.00...
Fjögur heilsársdekk undan RAV4 til sölu
Fjögur lítið notuð heilsársdekk til sölu, seljast öll á kr. 30 þúsund. Dekkin er...
Eyðslulítill Yaris
Til sölu Mjög góður Yaris 2005 með glænýja kúplingu Tilboð óskast í þennan bíl ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mannauðsstjóri rykjanesbær
Stjórnunarstörf
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfé...
Smiður / verkstjóri óskast
Iðnaðarmenn
Smiður/verkstjóri ó...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...