30% fjölgun nýrra mála hjá Stígamótum

Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.
Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.

Ný mál sem komu á borð Stígamóta á síðasta ári voru 484 talsins, sem er 30 prósenta aukning frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Heildarfjöldi einstaklinga sem nýtti sér þjónustu samtakanna árið 2017 var 969. Fram til þessa var mestur fjöldi sem nýtti sér þjónustuna á einu ári 677 og er aukningin því 48 prósent. Um helmingur þess hóps hafði verið í viðtölum á fyrri árum. Bendir þetta til verri líðunar þeirra og lengri tíma í viðtölum.

Heildarfjöldi viðtala á síðasta ári fór úr 2.200 í 3.091, sem er 37 prósenta aukning, og hafa viðtölin aldrei verið fleiri.

229 mál vegna nauðgana eða tilrauna til þeirra

Skipting brotaþola var á þann veg að 395 voru konur, eða rúm 87%, og 54 voru karlar, eða tæp 12%. Flest brotin voru framin inni á heimilum, eða yfir 60%. Alls voru 8,8% brota framin utandyra.

Alls leituðu 229 manns til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgunar eða nauðgunartilraunar, eða um 74%, 27 vegna hópnauðgunar, eða tæp 9%, og 37 vegna lyfjanauðgunar, eða 12%.

Þrettán leituðu sér aðstoðar vegna vændis og 21 vegna kynferðisbrota á útihátíðum.

Alls var 61 tilfelli á síðasta ári vegna stafræns ofbeldis eða hótana þar um.

Hlutfall fatlaðra sem leituðu aðstoðar hjá samtökunum fór úr 36,4% í 39,4%, sem er 25% aukning.

Aðeins tíu prósent málanna sem komu á borð Stígamóta voru kærð. 

Langflestir kynferðisafbrotamenn 18-29 ára

Samkvæmt tölfræði Stígamóta byrjuðu kynferðisafbrotamenn á aldrinum 18 til 29 ára, eða 250 talsins sem jafngildir tæpum 38 prósentum.

Næstflestir byrjuðu á aldrinum 14 til 17 ára, eða 92, sem jafngildir tæpum 14 prósentum.

Þar á eftir komu þeir sem byrjuðu á aldrinum 30 til 39 ára, eða 87 talsins, sem er um 13 prósent.  

#metoo-umræðan hafði áhrif 

Fram kemur í ársskýrslunni að aðsóknin til samtakanna endurspegli gjarnan umræður í fjölmiðlum.

Aðsóknin var mikil allt síðasta ár. Fyrri hluta ársins var hún ef til vill mikils vegna mikillar fjölmiðlakynningar í tengslum við fjáröflunarátak í lok ársins 2016. Seinni hluta ársins fór #metoo-umræðan að hafa áhrif.

Beiðnir um fræðslu voru fleiri en hægt var að bregðast við og kemur fram í skýrslunni að þörf sé á fjölgun starfsfólks, bæði í ráðgjöf og fræðslu til að viðhalda þjónustunni.mbl.is

Innlent »

Verkfalli afstýrt

07:09 Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar. Meira »

Rigning sunnan- og vestanlands

07:02 Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til. Meira »

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum

07:00 „Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

06:59 Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Meira »

Ísland niður um 3 sæti

06:56 Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár. Meira »

Tjónið töluvert

06:37 Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

05:49 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Meira »

Múrað um miðja nótt

06:14 Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.  Meira »

Hækkun sekta ýtir á ökumenn

05:30 Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin. Meira »

Íbúar steyptu laup af húsi

05:30 Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd. Meira »

Fundað stíft í deilu flugvirkja

05:30 Fundað var í gærkvöldi í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og samninganefndar ríkisins, hjá ríkissáttasemjara. Ef ekki semst átti vinnustöðvun flugvirkjanna að hefjst kl. 7:30 nú í morgun. Meira »

Samkomulag um lífeyrismál

05:30 Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969. Meira »

Leik- og grunnskóli saman

05:30 Kópavogsbær ætlar að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957. Meira »

Yfirvöld firra sig ábyrgð

05:30 Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnámsskrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík. Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tuttugu ára starf í Réttarholtsskóla. Meira »

Perlan verður vöktuð í nótt

00:09 Slökkvistarfi er lokið við Perluna í Reykjavík en við tekur eftirlit í nótt til þess að tryggja að eldur kvikni ekki á nýjan leik samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Þjóðkjörnir leiða launahækkanir

05:30 Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Þá hækkuðu laun presta um tæpt 21%.  Meira »

Enginn greinarmunur gerður á farþegum

05:30 „Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort viðkomandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er á milli flugöryggisvarða og farþega.“ Meira »

Samið við Sinfóníuhljómsveitina

Í gær, 23:58 Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í gær samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Flottir bolir og tunikur
Nýju sumarvörurnar streyma inn, vorum að fá flotta sendingu af sumarvörum, frá Þ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Fasteignir á ALGARVE svæðinu í PORTUGAL
Bæði luxus villur, einbýlishús af ýmsum stærðum og gerð og íbúðir í fjölbýli. s...
 
Til sölu fyrirtæki – verð aðeins kr. 7
Fyrirtæki
Til sölu fyrirtæki - verð aðeins kr...
L helgafell 6018042519 iv/v lf.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...