30% fjölgun nýrra mála hjá Stígamótum

Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.
Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.

Ný mál sem komu á borð Stígamóta á síðasta ári voru 484 talsins, sem er 30 prósenta aukning frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Heildarfjöldi einstaklinga sem nýtti sér þjónustu samtakanna árið 2017 var 969. Fram til þessa var mestur fjöldi sem nýtti sér þjónustuna á einu ári 677 og er aukningin því 48 prósent. Um helmingur þess hóps hafði verið í viðtölum á fyrri árum. Bendir þetta til verri líðunar þeirra og lengri tíma í viðtölum.

Heildarfjöldi viðtala á síðasta ári fór úr 2.200 í 3.091, sem er 37 prósenta aukning, og hafa viðtölin aldrei verið fleiri.

229 mál vegna nauðgana eða tilrauna til þeirra

Skipting brotaþola var á þann veg að 395 voru konur, eða rúm 87%, og 54 voru karlar, eða tæp 12%. Flest brotin voru framin inni á heimilum, eða yfir 60%. Alls voru 8,8% brota framin utandyra.

Alls leituðu 229 manns til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgunar eða nauðgunartilraunar, eða um 74%, 27 vegna hópnauðgunar, eða tæp 9%, og 37 vegna lyfjanauðgunar, eða 12%.

Þrettán leituðu sér aðstoðar vegna vændis og 21 vegna kynferðisbrota á útihátíðum.

Alls var 61 tilfelli á síðasta ári vegna stafræns ofbeldis eða hótana þar um.

Hlutfall fatlaðra sem leituðu aðstoðar hjá samtökunum fór úr 36,4% í 39,4%, sem er 25% aukning.

Aðeins tíu prósent málanna sem komu á borð Stígamóta voru kærð. 

Langflestir kynferðisafbrotamenn 18-29 ára

Samkvæmt tölfræði Stígamóta byrjuðu kynferðisafbrotamenn á aldrinum 18 til 29 ára, eða 250 talsins sem jafngildir tæpum 38 prósentum.

Næstflestir byrjuðu á aldrinum 14 til 17 ára, eða 92, sem jafngildir tæpum 14 prósentum.

Þar á eftir komu þeir sem byrjuðu á aldrinum 30 til 39 ára, eða 87 talsins, sem er um 13 prósent.  

#metoo-umræðan hafði áhrif 

Fram kemur í ársskýrslunni að aðsóknin til samtakanna endurspegli gjarnan umræður í fjölmiðlum.

Aðsóknin var mikil allt síðasta ár. Fyrri hluta ársins var hún ef til vill mikils vegna mikillar fjölmiðlakynningar í tengslum við fjáröflunarátak í lok ársins 2016. Seinni hluta ársins fór #metoo-umræðan að hafa áhrif.

Beiðnir um fræðslu voru fleiri en hægt var að bregðast við og kemur fram í skýrslunni að þörf sé á fjölgun starfsfólks, bæði í ráðgjöf og fræðslu til að viðhalda þjónustunni.mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannssonar samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »

„Ísland á að geta gert betur“

13:46 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, er nú staddur í Finnlandi þar sem hann ræðir meðal annars við þarlend stjórnvöld um aukið samstarf í húsnæðismálum. Ásmundur átti í dag fund með Kimmo Tiilikainen, ráðherra húsnæðismála í Finnlandi. Ásmundur segir Ísland eiga að geta gert betur. Meira »

Leiðarkerfi Strætó í Google Maps

12:35 Leiðakerfi Strætó er nú aðgengilegt á almenningssamgangna hluta Google Maps. Al­menn­ings­sam­gangna­kerfi Google inni­held­ur gögn frá um 18.000 borg­um um all­an heim, þar á meðal flest­um stærri borg­um Evr­ópu. Meira »

Dýralæknar fái tækifæri til íslenskunáms

12:30 „Þetta leysir ekki þann vanda sem Matvælastofnun stendur frammi fyrir,“ segir Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um frumvarp sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku. Meira »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...