30% fjölgun nýrra mála hjá Stígamótum

Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.
Málum fjölgaði til muna hjá Stígamótum á síðasta ári.

Ný mál sem komu á borð Stígamóta á síðasta ári voru 484 talsins, sem er 30 prósenta aukning frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Stígamóta sem var kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Heildarfjöldi einstaklinga sem nýtti sér þjónustu samtakanna árið 2017 var 969. Fram til þessa var mestur fjöldi sem nýtti sér þjónustuna á einu ári 677 og er aukningin því 48 prósent. Um helmingur þess hóps hafði verið í viðtölum á fyrri árum. Bendir þetta til verri líðunar þeirra og lengri tíma í viðtölum.

Heildarfjöldi viðtala á síðasta ári fór úr 2.200 í 3.091, sem er 37 prósenta aukning, og hafa viðtölin aldrei verið fleiri.

229 mál vegna nauðgana eða tilrauna til þeirra

Skipting brotaþola var á þann veg að 395 voru konur, eða rúm 87%, og 54 voru karlar, eða tæp 12%. Flest brotin voru framin inni á heimilum, eða yfir 60%. Alls voru 8,8% brota framin utandyra.

Alls leituðu 229 manns til Stígamóta á síðasta ári vegna nauðgunar eða nauðgunartilraunar, eða um 74%, 27 vegna hópnauðgunar, eða tæp 9%, og 37 vegna lyfjanauðgunar, eða 12%.

Þrettán leituðu sér aðstoðar vegna vændis og 21 vegna kynferðisbrota á útihátíðum.

Alls var 61 tilfelli á síðasta ári vegna stafræns ofbeldis eða hótana þar um.

Hlutfall fatlaðra sem leituðu aðstoðar hjá samtökunum fór úr 36,4% í 39,4%, sem er 25% aukning.

Aðeins tíu prósent málanna sem komu á borð Stígamóta voru kærð. 

Langflestir kynferðisafbrotamenn 18-29 ára

Samkvæmt tölfræði Stígamóta byrjuðu kynferðisafbrotamenn á aldrinum 18 til 29 ára, eða 250 talsins sem jafngildir tæpum 38 prósentum.

Næstflestir byrjuðu á aldrinum 14 til 17 ára, eða 92, sem jafngildir tæpum 14 prósentum.

Þar á eftir komu þeir sem byrjuðu á aldrinum 30 til 39 ára, eða 87 talsins, sem er um 13 prósent.  

#metoo-umræðan hafði áhrif 

Fram kemur í ársskýrslunni að aðsóknin til samtakanna endurspegli gjarnan umræður í fjölmiðlum.

Aðsóknin var mikil allt síðasta ár. Fyrri hluta ársins var hún ef til vill mikils vegna mikillar fjölmiðlakynningar í tengslum við fjáröflunarátak í lok ársins 2016. Seinni hluta ársins fór #metoo-umræðan að hafa áhrif.

Beiðnir um fræðslu voru fleiri en hægt var að bregðast við og kemur fram í skýrslunni að þörf sé á fjölgun starfsfólks, bæði í ráðgjöf og fræðslu til að viðhalda þjónustunni.mbl.is

Innlent »

Kjaradeila ljósmæðra „mikið áhyggjuefni“

16:03 Landlæknir, Alma D. Möller, lýsir alvarlegum áhyggjum vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í tilkynningu til fjölmiðla. Embættið segir stjórnendur Landspítala telja sig geta tryggt öryggi sjúklinga með erfiðum þar sem óljóst hvenær næsta álagstímabil starfsfólks verði. Meira »

Verið á óvissustigi frá því í haust

15:21 Rýmingaráætlun fyrir sveitirnar í nágrenni Öræfajökuls er tiltölulega ný af nálinni og á að ná vel til bæði heimamanna og ferðamanna á svæðinu. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Forsetinn mætti í afmæli Karólínu

14:55 Karólína Björk Steinþórsdóttir varð sjö ára gömul á laugardaginn og var haldin afmælisveisla af því tilefni. Karólína útbjó myndarlegan gestalista og ákvað að bjóða forseta Íslands í afmælisveisluna. Henni til mikillar undrunar mætti forsetinn með fjölskyldu sína í veisluna. Meira »

Greiddu sektina og báðust afsökunar

13:53 Er­lendu ferðamennirnir sem gerðust sekir um ólöglegan utanvegaakstur í gærkvöldi mættu á lögreglustöðina á Selfossi nú fyrir stuttu og greiddu sekt sem þeim var gerð vegna þeirra náttúruspjalla sem aksturinn olli. Hvor ökumaður þurfti að greiða 200 þúsund krónur. Meira »

Samfylkingin leitar að framkvæmdastjóra

13:07 Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur auglýst eftir umsækjendum um starf framkvæmdastjóra flokksins. Í auglýsingunni kemur fram að framkvæmdastjórinn beri ábyrgð á daglegum rekstri flokksins og fjárreiðum auk þess að efla aðildarfélög og grasrót félagsins. Meira »

Leyfilegt magn áfengis í blóði lækkað

12:40 Leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verður lækkað úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill samkvæmt nýju frumvarpi til umferðarlaga og er kveðið á um bann við að afhenda eða selja ökumanni eldsneyti sé hann undir áhrifum áfengis eða ávana- eða fíkniefna. Meira »

Lög á yfirvinnubann kæmu ekki á óvart

11:42 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segist ekki hafa áhyggjur af því að lög verði sett á yfirvinnubann ljósmæðra, sem taka á gildi aðfaranótt miðvikudags. Slíkt kæmi þó ekki á óvart með hliðsjón af sögunni. Meira »

Býðst að ljúka málinu með sektargreiðslu

11:15 Erlendu ferðalöngunum sem festu bíla sína í drullu eftir utanvegaakstur í gær býðst nú að ljúka málinu með greiðslu sektar, segir Elís Kjartansson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Meira »

Kópavogur með kynningu í New York

10:10 „Það er ný nálgun hjá okkur að mæla árangur þar sem ekki er unnið út frá efnahagslegum forsendum heldur félagslegum þáttum. Teknir eru út þættir sem við viljum mæla og varða líðan íbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem kynnti notkun á vísitölu félagslegra framfara í New York. Meira »

Drápu tugi dýra með sveðjum og kylfum

09:51 Æstur múgur í Indónesíu vopnaður kylfum og sveðjum slátraði tæplega 300 krókódílum í hefndaraðgerð eftir að maður hafði verið drepinn af krókódíl. Þetta staðfesta yfirvöld á staðnum. Meira »

Óskuðu eftir duglegri og hressri stúlku

09:45 „Það má í raun segja að þetta hafi verið algjört hugsunarleysi hjá okkur,“ segir Einar Sigfússon, eigandi veiðihússins við Haffjarðará, um atvinnuauglýsingu sem fyrirtækið birti fyrir helgi. Meira »

Búist er við allt að 5.000 gestum

09:30 „Viðmið okkar um væntanlegan fjölda gesta eru hófleg,“ segir Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Alþingismenn koma saman til fundar á Lögbergi nú á miðvikudaginn og er það í tilefni af fullveldisafmælinu. Meira »

Skilorðsbundinn dómur vegna tafa

09:05 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun í Hafnarfirði. Rannsókn málsins hófst vorið 2014 og voru tveir grunaðir um aðild að málinu, Jan Andrzej Morsztyn og Kristján Haukur Einarsson. Þeir sögðust báðir hafa staðið einir að ræktuninni og hinn hefði ekki vitað af henni. Meira »

Lýstu eftir bæjarfulltrúa

08:10 Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi.  Meira »

Ríkisstjórnin fundar í Snæfellsbæ

07:28 Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag, mánudaginn 16. júlí. Að loknum ríkisstjórnarfundi mun ríkisstjórnin funda með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. Meira »

„Blessuð sólin tekur að skína“

06:55 Á morgun er spáð ágætisveðri með talsverðu sólskini á landi víðast hvar. Hiti verður með ágætum, segir veðurfræðingur. Ólíklegt er að þessi blíða standi lengi yfir. Meira »

Fleiri karlar vilja verða bæjarstjórar

05:46 Karlar eru tveir af hverjum þremur umsækjendum um þær bæjar- og sveitarstjórnarstöður sem auglýstar hafa verið vítt og breitt um landið frá sveitarstjórnarkosningunum 26. maí síðastliðinn. Meira »

Göngufólk varð strand á Ströndum

05:39 Neyðarkall barst frá átján manna gönguhópi í gærkvöldi eftir að hann hafði lent í hrakningum á leið í Meyjardal á Ströndum. Mjög hafði vaxið í Meyjará sem fólkið hugðist fara yfir og komst það ekki leiðar sinnar. Meira »

Matvælaframleiðsla verði áfram tryggð

05:30 Ríkið þarf að móta stefnu varðandi eignarhald á jörðum og til greina kemur að sveitarfélög ákvarði með aðal- og deiliskipulagi að taka frá svæði til matvælaframleiðslu. Þetta segir Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »
Max
...
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...