„Kannski væri hún ein þeirra sem svipta sig lífi“

„Mér finnst ekki sanngjarnt að heilbrigði geðsjúkra velti á því …
„Mér finnst ekki sanngjarnt að heilbrigði geðsjúkra velti á því hversu sterkt bakland þeirra er.“ Getty Images/iStockphoto

„Fæstir sem eru veikir af geðsjúkdómum búa við sömu aðstæður og dóttir mín hvað varðar fjárhagslegan og félagslegan stuðning. Mér finnst ekki sanngjarnt í samfélagi sem kennir sig við velferð að vellíðan og heilbrigði geðsjúkra skuli velta á því hversu sterkt bakland þeirra er.“

Þetta segir móðir ungrar konu sem veiktist af alvarlegum kvíðasjúkdómi fyrir ellefu árum og hefur síðan þá þurft á talsverðri meðferð og lyfjagjöf að halda.

Móðirin, sem ekki kemur fram undir nafni af tillitssemi við dóttur sína, áætlar að hún hafi greitt tugi milljóna úr eigin vasa fyrir ýmsa geðheilbrigðisþjónustu fyrir dóttur sína, auk þess vinnutaps sem hún hefur orðið fyrir vegna umönnunar hennar. Spurð hvar dóttir hennar væri án þessa stuðnings sem hún fær frá sínum nánustu segir móðirin erfitt að segja til um það. „Hugsanlega á langtímageðdeild. Eða kannski væri hún í hópi þeirra 50 Íslendinga sem á ári hverju ákveða að svipta sig lífi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert