Fjör að færast í skólahald á Flateyri

Kennsla hefst við Lýðháskólinn á Flateyri næsta haust og síðar í dag verður farið að taka á móti umsóknum um nám á vefsvæði skólans lydflat.is. Stefnt er á kennslu á tveimur námsbrautum sem hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum.

Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri og skólastjóri hans, segir að verkefnið hafi gengið vonum framar og ekki síst fyrir stuðning frá Ísafjarðarbæ og fleiri aðilum. Ísafjarðarbær veitir skólanum m.a. kennsluhúsnæðið endurgjaldslaust og niðurgreiðir þjónustu við skólann og nemendur hans. Einnig hefur sveitarfélagið ákveðið að veita skólanum beinan peningastyrk.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum og landinu öllu hafa einnig verið mjög hjálpleg, Uppbyggingasjóður Vestfjarða, Vestfjarðarstofa, ráðherrar, stofnanir eins og Vinnumálastofnun og stéttarfélög og fleiri aðilar, segir Helena. 

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa í haust.
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa í haust.

Eins og áður sagði eru námsbrautirnar tvær og til að byrja með verður kennslan að mestu á íslensku hvað svo sem síðar verður enda hafa útlendingar og innflytjendur verið meðal þeirra sem hafa sýnt verkefninu áhuga. 

„Þetta þýðir að það er nauðsynlegt að vera með grunnþekkingu í íslensku til þess að sækja um nám við skólann í haust. Jafnframt þurfa umsækjendur að hafa náð átján ára aldri en ekkert aldurshámark er inn í skólann auk þess sem ekki eru gerðar neinar kröfur um fyrri menntun eða störf,“ segir Helena. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frá Flateyri.
Frá Flateyri.

Með námsbrautinni Fjöllin, hafið og þú er lögð áhersla á að nýta þær auðlindir sem til eru í náttúru, menningu og samfélagi á Flateyri og í nærsveitum og með námskeiðum er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um í náttúrunni, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta.

Að loknu námi munu nemendur hafa öðlast færni í að takast á við áskoranir og verkefni við ólíkar aðstæður, einir síns liðs og í hópum – færni sem nýtast mun í hvers kyns komandi verkefnum lífsins.

Eitt af því sem nemendur læra er að fara í ...
Eitt af því sem nemendur læra er að fara í smalamennsku og taka þátt í búskap.

Með námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú er lögð áhersla á hugmyndavinnu og sköpun og útfærslu í hvers kyns formum, auk tjáningar og miðlunar. Með námskeiðum er lögð áhersla á ólík skapandi verkefni sem miða að því að nemendur öðlist færni í heimildaöflun, markvissri hugmyndavinnu og sköpun í ólíkum formum auk miðlunar til samfélagsins.

Að loknu námi mun einstaklingurinn hafa þroskast sem skapandi einstaklingur og safnað að sér færni, verkfærum og tækni sem nýtast mun í þarfri verkfærakistu fyrir komandi verkefni lífsins, segir í kynningarefni frá skólanum.

Helena segir að gert sé ráð fyrir því að nemendur taki stærstan hluta námsins á annarri hvorri brautinni en hægt sé að taka einstaka námskeið af hinni brautinni óski nemendur eftir því. 

„Ein helsta áskorunin fyrir nemendur í lýðháskóla er að takast á við ólík verkefni og áskoranir sem þér hefur ekki endilega dottið í hug að sinna á eigin vegum, eitthvað sem þú hefur ekki reynt áður en þegar upp er staðið eru þau kannski miklu meira spennandi en þig hefði grunað,“ segir hún.

Til að mynda er hluti af náminu á umhverfisbrautinni að fara í smalamennsku og taka þátt í búskap og að fara á sjó. Eins munu nemendur fá kennslu  í fjallamennsku og útvist og ef fólk hefur ekki prófað slíkt áður er þetta kjörið tækifæri til þess að láta slag standa, bætir Helena við.

Nýleg rannsókn sem unnin var fyrir lýðháskólasamtökin í Danmörku leiddi í ljós að fyrrverandi brottfallsnemendur sem fara í lýðháskóla eru mun líklegri en aðrir brottfallsnemendur til þess að halda áfram námi, bæði framhaldsskólanámi sem og háskólanámi, segir Helena. 

Fjallamennsku er auðvelt að stunda á Flateyri og nágrenni hvort ...
Fjallamennsku er auðvelt að stunda á Flateyri og nágrenni hvort heldur sem er á skíðum eður ei.

Öll námskeið við Lýðháskólann á Flateyri eru kennd í 2ja vikna lotum og skólagjöldin eru 200 þúsund krónur fyrir hvora önn. Innifalið í skólagjöldum er morgun- og hádegismatur alla virka skóladaga, námsefni og ferðir og verkefni sem tengjast vinnu og verkefnum við skólann. Ekki er um hefðbundin próf og kennsluáætlanir að ræða og segir Helena það geti hentað mörgum vel að geta reynt ólíka hluti án herslu á hefðbundið námsmat eða fræðilegar kennisetningar. 

Aðeins hluti af námi við Lýðháskólann fer fram innandyra, í hefðbundinni kennslustofu. „Við verðum á mismunandi stöðum og oft úti, í öllum veðrum og stundum við líkamlega krefjandi aðstæður. 

Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að vera hreyfanlegur og til í ýmislegt. Það er mikilvægt að nemendur séu opnir fyrir nýjum upplifunum og því að reyna á sig við aðstæður sem þeir hefur ekki verið í áður. Að þora að stökkva – það er viðhorfið sem gildir,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum skólans.

Gert er ráð fyrir að nemendur við Lýðháskólann á Flateyri muni búa á nokkurs konar heimavist, þar sem þeir deila saman herbergi í smáhýsum. Grunnhugmyndin er að fólk búi saman í herbergjum en ef fólki hugnast það ekki þá verðum við fólki innan handar við að leigja sér húsnæði á Flateyri en nokkurt framboð er yfir vetrartímann að ólíku leiguhúsnæði á Flateyri. Nemendur og starfsmenn búa því saman og munu einnig deila ábyrgð á þrifum og eldamennsku. Í raun verður þetta lítið samfélag inni í öðru samfélagi, Flateyri, segir Helena í samtali við mbl.is. 

Að sögn Helenu er skólinn í eigu félagasamtaka sem voru stofnuð í kringum skólann. Hann er rekinn af félaginu en stjórn þess tekur ákvarðanir varðandi reksturinn í samvinnu við félagsmenn. 

Varðandi starfsemi skólans þá er lögð mikil áhersla á samvinnu allra sem koma að skólanum og er horft til þess við val á nemendum inn í skólann. Að þeir séu reiðubúnir til náinnar sambúðar og samvinnu við aðra nemendur, kennara og íbúa Flateyrar.

Helena segir að verkefnið leggist vel í hana og hún verður eins og áður sagði skólastjóri og búsett á Flateyri.

Stefnuskrá skólans hefur verið sett fram en siðareglur er eitthvað sem við munum fyrirfram ekki meitla í stein heldur setja okkur, sem samfélag, í upphafi skólaárs. Hvernig viljum við hegða okkur, gagnvart hvert öðru og samfélaginu í heild,“ segir Helena sem flutti til Flateyrar fyrir nokkrum mánuðum og er alsæl með dvölina fyrir vestan og þær móttökur sem hún og skólinn hafa fengið hjá heimafólki. 

 Facebooksíða Lýðháskólans á Flateyri 

mbl.is

Innlent »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »
Fimm herbergja íbúð í Þingholtunum
Fimm herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 295 þúsund. Íbúðin leigist rey...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...