Fjör að færast í skólahald á Flateyri

Kennsla hefst við Lýðháskólinn á Flateyri næsta haust og síðar í dag verður farið að taka á móti umsóknum um nám á vefsvæði skólans lydflat.is. Stefnt er á kennslu á tveimur námsbrautum sem hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum.

Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri og skólastjóri hans, segir að verkefnið hafi gengið vonum framar og ekki síst fyrir stuðning frá Ísafjarðarbæ og fleiri aðilum. Ísafjarðarbær veitir skólanum m.a. kennsluhúsnæðið endurgjaldslaust og niðurgreiðir þjónustu við skólann og nemendur hans. Einnig hefur sveitarfélagið ákveðið að veita skólanum beinan peningastyrk.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum og landinu öllu hafa einnig verið mjög hjálpleg, Uppbyggingasjóður Vestfjarða, Vestfjarðarstofa, ráðherrar, stofnanir eins og Vinnumálastofnun og stéttarfélög og fleiri aðilar, segir Helena. 

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa í haust.
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa í haust.

Eins og áður sagði eru námsbrautirnar tvær og til að byrja með verður kennslan að mestu á íslensku hvað svo sem síðar verður enda hafa útlendingar og innflytjendur verið meðal þeirra sem hafa sýnt verkefninu áhuga. 

„Þetta þýðir að það er nauðsynlegt að vera með grunnþekkingu í íslensku til þess að sækja um nám við skólann í haust. Jafnframt þurfa umsækjendur að hafa náð átján ára aldri en ekkert aldurshámark er inn í skólann auk þess sem ekki eru gerðar neinar kröfur um fyrri menntun eða störf,“ segir Helena. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

Frá Flateyri.
Frá Flateyri.

Með námsbrautinni Fjöllin, hafið og þú er lögð áhersla á að nýta þær auðlindir sem til eru í náttúru, menningu og samfélagi á Flateyri og í nærsveitum og með námskeiðum er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um í náttúrunni, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta.

Að loknu námi munu nemendur hafa öðlast færni í að takast á við áskoranir og verkefni við ólíkar aðstæður, einir síns liðs og í hópum – færni sem nýtast mun í hvers kyns komandi verkefnum lífsins.

Eitt af því sem nemendur læra er að fara í ...
Eitt af því sem nemendur læra er að fara í smalamennsku og taka þátt í búskap.

Með námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú er lögð áhersla á hugmyndavinnu og sköpun og útfærslu í hvers kyns formum, auk tjáningar og miðlunar. Með námskeiðum er lögð áhersla á ólík skapandi verkefni sem miða að því að nemendur öðlist færni í heimildaöflun, markvissri hugmyndavinnu og sköpun í ólíkum formum auk miðlunar til samfélagsins.

Að loknu námi mun einstaklingurinn hafa þroskast sem skapandi einstaklingur og safnað að sér færni, verkfærum og tækni sem nýtast mun í þarfri verkfærakistu fyrir komandi verkefni lífsins, segir í kynningarefni frá skólanum.

Helena segir að gert sé ráð fyrir því að nemendur taki stærstan hluta námsins á annarri hvorri brautinni en hægt sé að taka einstaka námskeið af hinni brautinni óski nemendur eftir því. 

„Ein helsta áskorunin fyrir nemendur í lýðháskóla er að takast á við ólík verkefni og áskoranir sem þér hefur ekki endilega dottið í hug að sinna á eigin vegum, eitthvað sem þú hefur ekki reynt áður en þegar upp er staðið eru þau kannski miklu meira spennandi en þig hefði grunað,“ segir hún.

Til að mynda er hluti af náminu á umhverfisbrautinni að fara í smalamennsku og taka þátt í búskap og að fara á sjó. Eins munu nemendur fá kennslu  í fjallamennsku og útvist og ef fólk hefur ekki prófað slíkt áður er þetta kjörið tækifæri til þess að láta slag standa, bætir Helena við.

Nýleg rannsókn sem unnin var fyrir lýðháskólasamtökin í Danmörku leiddi í ljós að fyrrverandi brottfallsnemendur sem fara í lýðháskóla eru mun líklegri en aðrir brottfallsnemendur til þess að halda áfram námi, bæði framhaldsskólanámi sem og háskólanámi, segir Helena. 

Fjallamennsku er auðvelt að stunda á Flateyri og nágrenni hvort ...
Fjallamennsku er auðvelt að stunda á Flateyri og nágrenni hvort heldur sem er á skíðum eður ei.

Öll námskeið við Lýðháskólann á Flateyri eru kennd í 2ja vikna lotum og skólagjöldin eru 200 þúsund krónur fyrir hvora önn. Innifalið í skólagjöldum er morgun- og hádegismatur alla virka skóladaga, námsefni og ferðir og verkefni sem tengjast vinnu og verkefnum við skólann. Ekki er um hefðbundin próf og kennsluáætlanir að ræða og segir Helena það geti hentað mörgum vel að geta reynt ólíka hluti án herslu á hefðbundið námsmat eða fræðilegar kennisetningar. 

Aðeins hluti af námi við Lýðháskólann fer fram innandyra, í hefðbundinni kennslustofu. „Við verðum á mismunandi stöðum og oft úti, í öllum veðrum og stundum við líkamlega krefjandi aðstæður. 

Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að vera hreyfanlegur og til í ýmislegt. Það er mikilvægt að nemendur séu opnir fyrir nýjum upplifunum og því að reyna á sig við aðstæður sem þeir hefur ekki verið í áður. Að þora að stökkva – það er viðhorfið sem gildir,“ segir í tilkynningu frá stjórnendum skólans.

Gert er ráð fyrir að nemendur við Lýðháskólann á Flateyri muni búa á nokkurs konar heimavist, þar sem þeir deila saman herbergi í smáhýsum. Grunnhugmyndin er að fólk búi saman í herbergjum en ef fólki hugnast það ekki þá verðum við fólki innan handar við að leigja sér húsnæði á Flateyri en nokkurt framboð er yfir vetrartímann að ólíku leiguhúsnæði á Flateyri. Nemendur og starfsmenn búa því saman og munu einnig deila ábyrgð á þrifum og eldamennsku. Í raun verður þetta lítið samfélag inni í öðru samfélagi, Flateyri, segir Helena í samtali við mbl.is. 

Að sögn Helenu er skólinn í eigu félagasamtaka sem voru stofnuð í kringum skólann. Hann er rekinn af félaginu en stjórn þess tekur ákvarðanir varðandi reksturinn í samvinnu við félagsmenn. 

Varðandi starfsemi skólans þá er lögð mikil áhersla á samvinnu allra sem koma að skólanum og er horft til þess við val á nemendum inn í skólann. Að þeir séu reiðubúnir til náinnar sambúðar og samvinnu við aðra nemendur, kennara og íbúa Flateyrar.

Helena segir að verkefnið leggist vel í hana og hún verður eins og áður sagði skólastjóri og búsett á Flateyri.

Stefnuskrá skólans hefur verið sett fram en siðareglur er eitthvað sem við munum fyrirfram ekki meitla í stein heldur setja okkur, sem samfélag, í upphafi skólaárs. Hvernig viljum við hegða okkur, gagnvart hvert öðru og samfélaginu í heild,“ segir Helena sem flutti til Flateyrar fyrir nokkrum mánuðum og er alsæl með dvölina fyrir vestan og þær móttökur sem hún og skólinn hafa fengið hjá heimafólki. 

 Facebooksíða Lýðháskólans á Flateyri 

mbl.is

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »
PENNAR
...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
 
Útboð 20737 nýr landspítali
Tilboð - útboð
Nýr Landspítali við Hringbraut Jarð...
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...