Óljóst hve mörg stöðugildi þarf

Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina eftir starfsmanni í 100% stöðu persónuverndarfulltrúa.
Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina eftir starfsmanni í 100% stöðu persónuverndarfulltrúa. mbl.is/Sigurður Bogi

Persónuverndarfulltrúi hefur verið óþekkt starfsheiti hérlendis, en það mun breytast á næstunni vegna innleiðingar á nýrri reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd.

Ný persónuverndarlöggjöf kemur til framkvæmda í Evrópu 25. maí og þá verður öllum stofnunum og sveitarfélögum skylt að tilnefna slíkan fulltrúa, auk fyrirtækja sem hafa umfangsmikla, viðkvæma eða viðvarandi vinnslu á persónuupplýsingum eða eftirlit með einstaklingum að meginstarfsemi.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag,  að mögulegt verði fyrir stofnanir og sveitarfélög að samnýta persónuverndarfulltrúa. Þó þurfi að tryggja að starfsmaðurinn komist yfir öll þau verkefni sem honum er ætlað að sinna. Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina eftir starfsmanni í 100% stöðu persónuverndarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert