Borgarlínan á skriði

Hugmynd að stoppistöð Borgarlínu á Kársnesi.
Hugmynd að stoppistöð Borgarlínu á Kársnesi.

Raunhæft er að framkvæmdir við borgarlínu hefjist jafnvel á næsta ári. Framundan er undirbúningur framkvæmda og fjármögnun verkefnisins.

Þetta segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, í umfjöllun um borgarlínuna í Morgunblaðinu í dag.

Hann reiknar aðspurður með að um næstu mánaðamót muni öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt breytingu á svæðisskipulagi vegna borgarlínu. Miðað við þróunina geti borgarlínan rúllað af stað innan fjögurra ára. Samráðshópur SSH, Vegagerðar og samgönguráðuneytis áætlaði í mars að kostnaður við fyrsta áfanga borgarlínu væri um 44 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert