Efnahagshrunið ýtti undir peningaspil

Af 21 tegund peningaspila sem tekin var með í rannsóknunum …
Af 21 tegund peningaspila sem tekin var með í rannsóknunum virtust spilararnir mynda sterkustu tengslin við spilakassana sem gefa strax niðurstöðu í spilið. Þar næst kom póker og svo peningaspil á netinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þátttaka í peningaspilum jókst umtalsvert í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Þetta kemur fram í niðurstöðum tveggja rannsókna sem Daníel Þór Ólafsson, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hans, hafa gert á spilahegðun Íslendinga og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Daníel segir að þátttaka hafi sérstaklega aukist í spilum á borð við lottó, bingó, flokkahappdrætti og skafmiðahappdrætti. Hins vegar hafi lítil breyting orðið á þátttöku fólks í íþróttaveðmálum. Þá hafi notkun á spilakössum dregist verulega saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert