Einlægur áhugi skiptir máli

Sigurborg með nemendum sínum í kennslustofu prýddri orðunum „virðing, virkni, …
Sigurborg með nemendum sínum í kennslustofu prýddri orðunum „virðing, virkni, vellíðan“. mbl.is/Valli

Foreldraráð Hafnarfjarðar óskar árlega eftir tilnefningum og veitir þeim sem þær hljóta hvatningarverðlaun. Viðurkenningu fyrir að hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi milli heimilis og skóla og óeigingjarnt starf í þágu grunnskólabarna hlaut Sigurborg Geirdal Ægisdóttir grunnskólakennari. Hún kennir á miðstigi í Öldutúnsskóla, núna 5. bekk, allar bóklegar greinar.

Sigurborg fékk tilnefningu foreldra fyrir að vera góður kennari en einnig fyrir að hafa tekist að leysa úr erfiðum málum.

„Ég legg mig fram faglega við að vera góður kennari og hugsa vel um krakkana mína,“ segir Sigurborg aðspurð hvers vegna hún telji að hún hafi verið tilnefnd. „Samvinna á milli mín og foreldranna við að sinna bekknum hefur gengið vel og ég held að foreldrarnir séu ánægðir. Þetta snýst allt um að krökkunum líði vel,“ segir Sigurborg sem leggur jafnframt áherslu á fagleg vinnubrögð, að fara eftir aðalnámskrá, gott skipulag og undirbúning.

Sjá viðtal við Sigurborgu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert