Endurnýjuð Ásgarðslaug opnuð

Bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson, klippti á borða og opnaði laugina …
Bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar Einarsson, klippti á borða og opnaði laugina formlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgarðslaug í Garðabæ var opnuð á ný í dag við hátíðlega athöfn eftir miklar endurbætur en í tilefni þess verður ókeypis aðgangur í laugina í dag og fram á sunnudag.

Fram kemur á vef Garðabæjar að öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð, nýir heitir pottar verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut.

Gufubaðið hafi einnig verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Þá hafi útiklefar verið endurnýjaðir og settir upp nýjir klefar fyrir fatlað fólk í inniklefum karla og kvenna. Þá hafa allar sturtur hafa verið endurnýjaðar svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert