Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife

Þorvaldur segir Arion banka og Valitor ekkert hafa gert til …
Þorvaldur segir Arion banka og Valitor ekkert hafa gert til að kæra og stöðva svikin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskur maður sem var svikinn um 1,4 milljónir króna á Tenerife árið 2015 sakar Arion banka og Valitor um alvarlega vanrækslu.

Fyrirtækin vildu ekkert fyrir hann gera þrátt fyrir að upp kæmist að um skipulagða glæpastarfsemi væri að ræða sem hefði svikið 1,5 milljónir evra af um þúsund ferðamönnum.

„Í Arion banka á ég reikning sem ég stofnaði fyrir fjörutíu árum í Búnaðarbankanum. Ég er búinn að eiga við þá farsæl viðskipti og hef alltaf staðið við mitt. Svo kemur upp eitt tilfelli og mér er stillt upp eins og einhverjum fjárglæframanni,“ segir Þorvaldur Ingi Jónsson, en mál hans gegn Arion banka var tekið fyrir í Hæstarétti á miðvikudag. Í apríl á síðasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Arion banka til þess að fella niður kreditkortafærslur Þorvaldar og þáverandi konu hans sem lent höfðu í svikum við kaup á spjaldtölvu á Tenerife árið 2015. Greiðslurnar sem um ræðir nema um 1,4 milljónum íslenskra króna.

Málið var tekið fyrir í Hæstarétti á miðvikudag, en Arion banki áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að bankanum bæri að fella niður færslur af korti mannsins. „Þetta eru sár mál og það er mjög erfitt að þeir skuli ganga fram með þessum hætti, gefa ekki tommu eftir og hafa ekki sýnt neina burði til að verja viðskiptaumhverfi sitt,“ segir Þorvaldur Ingi Jónsson, þolandi í máli þessu.

Mbl.is fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í málinu og má lesa þá frétt hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert