Mun krefjast skaðabóta

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna

Lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson mun krefjast þess að umbjóðandi hans fái skaðabætur verði hann sakfelldur í máli í Landsrétti.

Vilhjálmur gerir þetta vegna þess að einn dómara í málinu sé ekki handhafi dómsvalds, að því er RÚV greindi frá.

Aðalmeðferð í málinu er á morgun. Einn af dómurunum fjórum var ekki á meðal þeirra fimmtán sem hæfisnefnd mat hæfasta.

„Ég legg fram bókun þar sem ég áskil mér rétt fyrir hönd umbjóðanda míns um að krefja íslenska ríkið um skaðabætur fari svo að umbjóðandi minn verði sakfelldur í þessu máli,“ segir Vilhjálmur við RÚV.

Vilhjálmur flytur fimm mál í Landsrétti á næstu sex vikum þar sem einhver af dómurunum fjórum verður í dómarasæti. Því ætlar hann að leggja fram samskonar bókun í hverju einasta máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert