Gylfi nýr formaður bankaráðs Seðlabankans

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi ráðherra, hefur verið kosinn formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá var Þórunn Guðmundsdóttir jafnframt kosin varaformaður ráðsins.

Í ráðinu eiga einnig sæti eftirfarandi aðalfulltrúar: Sigurður Kári Kristjánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson, Una María Óskarsdóttir og Jacqueline Clare Mallett.

Varafulltrúar í ráðinu eru Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Valdís Ármannsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert